Lýsa yfir óvissustigi og skipa fólki að yfirgefa svæðið Eiður Þór Árnason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2024 17:10 Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson flugu yfir svæðið í dag. Sveinbjörn Darri Matthíasson Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu. Rafleiðni hefur mælst óvenjuhá í ánni Skálm og vatn flæðir yfir þjóðveginn. Hætta getur verið nálægt jökulsporðunum þar sem jökulvatn geisar út og getur þessu fylgt gasmengun sem getur skapað hættu fyrir fólk í lægðum nálægt jökulsporðunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þjóðveginum hefur verið lokað við Höfðabrekku í Mýrdal að Meðallandsvegi í austri. Einnig eru Hrífunesvegur og Öldufellsleið lokuð. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur tekið ákvörðun um að svæðið við Sólheimajökul verði rýmt. Vatn hefur víða flætt yfir vegi á svæðinu.Sveinbjörn Darri Matthíasson „Þetta er jökulflóð og það er óvissustig í gangi og við erum að ná utan um það,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Lokanir séu við Skaftártungu og Vík í Mýrdal og fólk á svæðinu eigi að koma sér út af svæðinu þar á milli sem fyrst. „Ekki vera að fara inn á svæðið til að skoða, það er ekkert til að sjá eins og er. Við erum með lokanir þarna það langt frá.” Jón Gunnar segir óljóst hvort brúin yfir ánna Skálm sem flæðir nú yfir bakka sína austan Mýrdalsjökuls sé í hættu. Ekki náð hámarki við þjóðveginn Aukning í rafleiðni fór að mælast í Skálm í nótt og í morgun mátti sjá aukinn óróa undir jöklinum. Jökulhlaup fór svo að mælast í ánni Skálm á öðrum tímanum í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið sé stórt, mögulega stærra en síðasta stóra hlaup sem var árið 2011 og kom undan Kötlujökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum sem Veðurstofan fékk frá flugmanni kemur hlaupvatn undan Sandfellsjökli eins og staðan er núna og fer niður í farveg Skálmar. Miðað við þær myndir virðist hlaupið hafa náð hámarksrennsli við jökulsporðinn. Hlaupið eigi þó enn eftir að ná hámarki við þjóðveg 1. Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46 Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Rafleiðni hefur mælst óvenjuhá í ánni Skálm og vatn flæðir yfir þjóðveginn. Hætta getur verið nálægt jökulsporðunum þar sem jökulvatn geisar út og getur þessu fylgt gasmengun sem getur skapað hættu fyrir fólk í lægðum nálægt jökulsporðunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þjóðveginum hefur verið lokað við Höfðabrekku í Mýrdal að Meðallandsvegi í austri. Einnig eru Hrífunesvegur og Öldufellsleið lokuð. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur tekið ákvörðun um að svæðið við Sólheimajökul verði rýmt. Vatn hefur víða flætt yfir vegi á svæðinu.Sveinbjörn Darri Matthíasson „Þetta er jökulflóð og það er óvissustig í gangi og við erum að ná utan um það,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Lokanir séu við Skaftártungu og Vík í Mýrdal og fólk á svæðinu eigi að koma sér út af svæðinu þar á milli sem fyrst. „Ekki vera að fara inn á svæðið til að skoða, það er ekkert til að sjá eins og er. Við erum með lokanir þarna það langt frá.” Jón Gunnar segir óljóst hvort brúin yfir ánna Skálm sem flæðir nú yfir bakka sína austan Mýrdalsjökuls sé í hættu. Ekki náð hámarki við þjóðveginn Aukning í rafleiðni fór að mælast í Skálm í nótt og í morgun mátti sjá aukinn óróa undir jöklinum. Jökulhlaup fór svo að mælast í ánni Skálm á öðrum tímanum í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið sé stórt, mögulega stærra en síðasta stóra hlaup sem var árið 2011 og kom undan Kötlujökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum sem Veðurstofan fékk frá flugmanni kemur hlaupvatn undan Sandfellsjökli eins og staðan er núna og fer niður í farveg Skálmar. Miðað við þær myndir virðist hlaupið hafa náð hámarksrennsli við jökulsporðinn. Hlaupið eigi þó enn eftir að ná hámarki við þjóðveg 1.
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46 Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46
Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28