Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 14:37 Ljósir flekkir í Cheyava-fossa steininum frá Mars eru lífræn efnasambönd en óvíst er hvort að uppruni þeirra er líffræðilegur eða ekki. NASA/JPL-Caltech/MSSS Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA. Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA.
Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25
Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00