Ósáttur með hótelið, golfvellina og matinn en fær ekkert endurgreitt Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júlí 2024 22:02 Málið varðaði golfferð til útlanda. Myndin er úr safni. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem vildi að fyrirtæki sem skipulagði golfferð fyrir hann til útlanda myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent af kaupverði ferðarinnar. Maðurinn var ósáttur með margt en hann setti bæði út á hótelið, golfvellina og matinn í ferðinni. Í úrskurði kærunendarinnar kemur fram að maðurinn hafi greitt 705 þúsund krónur fyrir golfferðina fyrir sjálfan sig og samferðarkonu sína. Innifalið í verðinu var flug, gisting, hálft fæði og aðgangur að golfvöllum og golfbíl. Þau fóru í ferðina í október á síðasta ári og hún stóð yfir í um tíu daga. Varla fimm stjörnu hótel Hótelið sem þau gistu á var að mati mannsins gamalt og úr sér gengið og „því varla hægt að auglýsa það sem fimm stjörnu hótel“. Þá hafi aðbúnaður og þjónusta á því ekki verið fullnægjandi, en hann sagði þjónustulund hótelstarfsmannanna hafa verið af skornum skammti. Herbergið hans hafi verið staðsett undir súð. Hann sagði að hann hafi umsvifalaust kvartað yfir því við fararstjórann sem hafi ekki brugðist við kvörtununum. Á þriðja degi hafi hann sjálfur farið niður í móttöku, óskað eftir nýju herbergi og fengið það. Ýmsir vankantar á golfvöllunum Þá sagði maðurinn að margt af því sem hafi átt að vera innifalið í ferðinni hafi ekki verið í boði. Einn af þremur golfvöllum hafi verið lokaður í ferðinni. Þá hafi ýmsir vankantar verið á hinum golfvöllunum sem voru vanhirtir að hans sögn og ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Það hafi verið erfitt fyrir manninn að fá golfbíl fyrstu tvo daga ferðarinnar. Þá minntist hann einnig á að ekki hafi verið unnt að kaupa bjór í golfbúð fyrir hring eða eftir níu holur, engir ísmolar hafi verið settir í golfbíla fyrir iðlendur. Einnig hafi verið löng bið eftir hádegismat í klúbbhúsi golfvallanna. Neitað um freyðivín Maðurinn setti einnig út á matinn. Einn af fimm veitingastöðum sem hafi verið nefndur í lýsingu ferðarinnar hafi verið lokaður. Jafnframt gerði hann athugasemd við að hafa ekki val um á hvaða veitingastað hann snæddi að hverju sinni. Úrval áfengis sem var innifalið fór einnig fyrir brjóstið á manninum, en það var takmarkað að hans sögn. Hann hafi óskað eftir freyðivíni á veitingastað en verið neitað um það. Líkt og áður segir krafðist maðurinn þess að fyrirtækið sem skipulagði ferðina myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent kaupverðsins. Fararstjóri hafi gripið til ýmissa aðgerða til að bregðast við kvörtunum Fyrirtækið hafnaði kröfu mannsins. Á meðal þess sem það benti á er að stjörnugjöf hótela sé ákvörðuð af óháðum þriðja aðila, og það hafi ekki verið fyrirtækið sem ákvað að um fimm stjörnu hótel væri að ræða. Þá hafi fararstjórinn ráðist í ýmsar umbætur á því sem maðurinn kvartaði yfir. Hann hafi óskað eftir því að starfsfólk hótelsins yrði liðlegra í samskiptum við manninn, hann hafi séð til þess að ísmolar væru í öllum golfbílum og að unnt væri að kaupa bjór við fyrsta teig golfvallanna. Í lýsingu ferðarinnar hafi verið tekið fram að hálf flaska af víni hússins myndi fylgja með kvöldverði ferðalanganna, en ekkert hafi verið tekið fram um tegund víns. Samningur fyrirtækisins við hótelið hafi einungis kveðið á um rauðvín, hvítvín og bjór. Hefði verið farið eftir ósk mannsins um freyðivín hefði það falið í sér auka kostnað. Fyrirtækið tók líka fram að það hefði komið fram í lýsingu ferðarinnar að einn golfvöllurinn væri tímabundið lokaður. Líkt og áður segir hafnaði Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kröfu mannsins. Í úrskurði nefndarinnar segir að óumdeilt sé að manninum hafi boðist annað herbergi á hótelinu og þá hafi fyrirtækið brugðist við ýmsum kvörtunum mannsins. Ferðalög Golf Golfvellir Matur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Maðurinn var ósáttur með margt en hann setti bæði út á hótelið, golfvellina og matinn í ferðinni. Í úrskurði kærunendarinnar kemur fram að maðurinn hafi greitt 705 þúsund krónur fyrir golfferðina fyrir sjálfan sig og samferðarkonu sína. Innifalið í verðinu var flug, gisting, hálft fæði og aðgangur að golfvöllum og golfbíl. Þau fóru í ferðina í október á síðasta ári og hún stóð yfir í um tíu daga. Varla fimm stjörnu hótel Hótelið sem þau gistu á var að mati mannsins gamalt og úr sér gengið og „því varla hægt að auglýsa það sem fimm stjörnu hótel“. Þá hafi aðbúnaður og þjónusta á því ekki verið fullnægjandi, en hann sagði þjónustulund hótelstarfsmannanna hafa verið af skornum skammti. Herbergið hans hafi verið staðsett undir súð. Hann sagði að hann hafi umsvifalaust kvartað yfir því við fararstjórann sem hafi ekki brugðist við kvörtununum. Á þriðja degi hafi hann sjálfur farið niður í móttöku, óskað eftir nýju herbergi og fengið það. Ýmsir vankantar á golfvöllunum Þá sagði maðurinn að margt af því sem hafi átt að vera innifalið í ferðinni hafi ekki verið í boði. Einn af þremur golfvöllum hafi verið lokaður í ferðinni. Þá hafi ýmsir vankantar verið á hinum golfvöllunum sem voru vanhirtir að hans sögn og ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Það hafi verið erfitt fyrir manninn að fá golfbíl fyrstu tvo daga ferðarinnar. Þá minntist hann einnig á að ekki hafi verið unnt að kaupa bjór í golfbúð fyrir hring eða eftir níu holur, engir ísmolar hafi verið settir í golfbíla fyrir iðlendur. Einnig hafi verið löng bið eftir hádegismat í klúbbhúsi golfvallanna. Neitað um freyðivín Maðurinn setti einnig út á matinn. Einn af fimm veitingastöðum sem hafi verið nefndur í lýsingu ferðarinnar hafi verið lokaður. Jafnframt gerði hann athugasemd við að hafa ekki val um á hvaða veitingastað hann snæddi að hverju sinni. Úrval áfengis sem var innifalið fór einnig fyrir brjóstið á manninum, en það var takmarkað að hans sögn. Hann hafi óskað eftir freyðivíni á veitingastað en verið neitað um það. Líkt og áður segir krafðist maðurinn þess að fyrirtækið sem skipulagði ferðina myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent kaupverðsins. Fararstjóri hafi gripið til ýmissa aðgerða til að bregðast við kvörtunum Fyrirtækið hafnaði kröfu mannsins. Á meðal þess sem það benti á er að stjörnugjöf hótela sé ákvörðuð af óháðum þriðja aðila, og það hafi ekki verið fyrirtækið sem ákvað að um fimm stjörnu hótel væri að ræða. Þá hafi fararstjórinn ráðist í ýmsar umbætur á því sem maðurinn kvartaði yfir. Hann hafi óskað eftir því að starfsfólk hótelsins yrði liðlegra í samskiptum við manninn, hann hafi séð til þess að ísmolar væru í öllum golfbílum og að unnt væri að kaupa bjór við fyrsta teig golfvallanna. Í lýsingu ferðarinnar hafi verið tekið fram að hálf flaska af víni hússins myndi fylgja með kvöldverði ferðalanganna, en ekkert hafi verið tekið fram um tegund víns. Samningur fyrirtækisins við hótelið hafi einungis kveðið á um rauðvín, hvítvín og bjór. Hefði verið farið eftir ósk mannsins um freyðivín hefði það falið í sér auka kostnað. Fyrirtækið tók líka fram að það hefði komið fram í lýsingu ferðarinnar að einn golfvöllurinn væri tímabundið lokaður. Líkt og áður segir hafnaði Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kröfu mannsins. Í úrskurði nefndarinnar segir að óumdeilt sé að manninum hafi boðist annað herbergi á hótelinu og þá hafi fyrirtækið brugðist við ýmsum kvörtunum mannsins.
Ferðalög Golf Golfvellir Matur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira