Aðeins tveir af fimm keppendum Íslands mæta á Setningarhátíð ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 23:01 Íslensku keppendurnir fimm eru Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. @isiiceland) Ísland sendir aðeins fimm keppendur á Ólympíuleikana í ár og meira en helmingur hópsins verður fjarverandi þegar leikarnir verða settir á morgun. Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira