Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 20:42 Verður Timothée Chalamet sannfærandi sem Bob Dylan? Getty Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk. Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús í desember næstkomandi. Í stiklunni sést Chalamet syngja A Hard Rain's a-Gonna Fall sem Bob Dylan tók upp árið 1962 en lagið kom út á plötunni The Freewheelin' Bob Dylan ári seinna. Monica Barbaro og Edward Nortun munu fara með hlutverk þjóðlagagoðsagnanna Joan Baez og Pete Seeger. Í viðtali við Rolling Stone segist leikstjóri myndarinnar, James Mangold, hafa sannfært sjálfan Dylan um gerð myndarinnar með því að útskýra söguþráð hennar á þessa leið: „Hún er um gæja sem er að kafna til dauða í Minnesótaríki. Hann skilur alla vini sína og fjölskyldu sína eftir og enduruppgötvar sjáldan sig á glænýjum stað, eignast vini og nýja fjölskyldu, nær gríðarlegum árangri, og byrjar svo að kafna til dauða aftur. Og þá hleypur hann í burtu.“ Dylan á að hafa brosað og sagt „Mér líkar þetta.“ A Complete Unknown verður ekki fyrsta kvikmyndin um Dylan sem ratar á hvíta tjaldið. Í I'm Not There frá árinu 2007 settu nokkrir stórleikarar sig í mismunandi hlutverk sem öll byggðu á Bob Dylan með einum eða öðrum hætti, en þar má nefna Cate Blanchett, Christian Bale, Richard Gere og Heath Ledger. Þá hafa þónokkrar heimildarmyndir verið gerðar um kappann. Dont Look Back er líklega frægust, en vert er að minnast á tvær heimildarmyndir sem Martin Scorsese hefur gert um Dylan: No Direction Home og Rolling Thunder Revue. Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús í desember næstkomandi. Í stiklunni sést Chalamet syngja A Hard Rain's a-Gonna Fall sem Bob Dylan tók upp árið 1962 en lagið kom út á plötunni The Freewheelin' Bob Dylan ári seinna. Monica Barbaro og Edward Nortun munu fara með hlutverk þjóðlagagoðsagnanna Joan Baez og Pete Seeger. Í viðtali við Rolling Stone segist leikstjóri myndarinnar, James Mangold, hafa sannfært sjálfan Dylan um gerð myndarinnar með því að útskýra söguþráð hennar á þessa leið: „Hún er um gæja sem er að kafna til dauða í Minnesótaríki. Hann skilur alla vini sína og fjölskyldu sína eftir og enduruppgötvar sjáldan sig á glænýjum stað, eignast vini og nýja fjölskyldu, nær gríðarlegum árangri, og byrjar svo að kafna til dauða aftur. Og þá hleypur hann í burtu.“ Dylan á að hafa brosað og sagt „Mér líkar þetta.“ A Complete Unknown verður ekki fyrsta kvikmyndin um Dylan sem ratar á hvíta tjaldið. Í I'm Not There frá árinu 2007 settu nokkrir stórleikarar sig í mismunandi hlutverk sem öll byggðu á Bob Dylan með einum eða öðrum hætti, en þar má nefna Cate Blanchett, Christian Bale, Richard Gere og Heath Ledger. Þá hafa þónokkrar heimildarmyndir verið gerðar um kappann. Dont Look Back er líklega frægust, en vert er að minnast á tvær heimildarmyndir sem Martin Scorsese hefur gert um Dylan: No Direction Home og Rolling Thunder Revue.
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira