Aukin hætta á eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 16:43 Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna mögulegs eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. Auknar líkur eru taldar á að gossprunga opnist innan Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu tveimur til þremur vikum. Hættustig hefur verið hækkað í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar. Í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar segir að landris haldi áfram og kvikusöfnun undir Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt ef horft er til síðustu vikna. Samkvæmt líkanreikningum sé líklegast að um 16 milljónir rúmmetra hafi safnast saman, en talið er að um 13 til 19 milljón rúmmetra þurfi af kviku til að þrýstingurinn valdi eldgosi. Hættustigið hækkað Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi þess að búast megi við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu vikum. Hættustig hefur verið hækkað á öllum svæðum, nema svæði 7, og gildir hættumatið til 30. júlí að óbreyttu. Uppfærða hættumatið. Mikil hætta er á gosopnun á svæði 3 og svæði 4. Svæði 4 er innan bæjarmarka Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Tvær sviðsmyndir Veðurstofan hefur uppfært þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar ef til eldgoss kemur. Báðar eru taldar álíka líklegar. Sviðsmynd 1 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks. Það yrði svipuð staðsetning og eldgos sem hófust 18. desember 2023, 8. febrúar 2024, 16 mars og 29. maí 2024. Fyrirvarinn að því gosi yrði mjög stuttur, innan við 30 mínútur. Sviðsmynd 2 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli. Staðsetningin yrði svipuð og í eldgosinu sem hófst 14. janúar 2024. Líklega yrði fyrirvari þess eldgoss lengri en í sviðsmynd 1, en óvíst er hversu mikið. Lengri fyrirvarinn ræðst af því hversu langt til suðurs kvikan kemur til með að brjóta sér leið áður en hún leitar upp á yfirborðið. Í sviðsmynd 2 þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan Grindavíkur. Í því tilfelli er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en sprunga opnast innan bæjarmarkanna. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar segir að landris haldi áfram og kvikusöfnun undir Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt ef horft er til síðustu vikna. Samkvæmt líkanreikningum sé líklegast að um 16 milljónir rúmmetra hafi safnast saman, en talið er að um 13 til 19 milljón rúmmetra þurfi af kviku til að þrýstingurinn valdi eldgosi. Hættustigið hækkað Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi þess að búast megi við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu vikum. Hættustig hefur verið hækkað á öllum svæðum, nema svæði 7, og gildir hættumatið til 30. júlí að óbreyttu. Uppfærða hættumatið. Mikil hætta er á gosopnun á svæði 3 og svæði 4. Svæði 4 er innan bæjarmarka Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Tvær sviðsmyndir Veðurstofan hefur uppfært þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar ef til eldgoss kemur. Báðar eru taldar álíka líklegar. Sviðsmynd 1 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks. Það yrði svipuð staðsetning og eldgos sem hófust 18. desember 2023, 8. febrúar 2024, 16 mars og 29. maí 2024. Fyrirvarinn að því gosi yrði mjög stuttur, innan við 30 mínútur. Sviðsmynd 2 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli. Staðsetningin yrði svipuð og í eldgosinu sem hófst 14. janúar 2024. Líklega yrði fyrirvari þess eldgoss lengri en í sviðsmynd 1, en óvíst er hversu mikið. Lengri fyrirvarinn ræðst af því hversu langt til suðurs kvikan kemur til með að brjóta sér leið áður en hún leitar upp á yfirborðið. Í sviðsmynd 2 þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan Grindavíkur. Í því tilfelli er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en sprunga opnast innan bæjarmarkanna.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira