Hvað finnst þér? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 23. júlí 2024 15:00 Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun