Gríðarleg sprunga í Hagafelli vekur athygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 12:31 Sprungan í Hagafelli er innan rauða hringsins á myndinni. Í forgrunni er Grindavíkurbær og myndarlegur gígur rís í baksýn. Hafþór Skúlason Náttúruvársérfræðingur segir ekkert styðja kenningu eldfjallafræðings um goslok við Sundhnúka. Landris og aukin skjálfavirkni mælast áfram og líkur eru á eldgosi á næstu vikum. Veðurstofan er meðvituð um gríðarstóra sprungu í Hagafelli, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum. Sprungan er gömul en stækkaði umtalsvert í síðasta gosi. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur spáði því í gær á bloggsíðu sinni að eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni væri mögulega lokið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Haraldur spáir fyrir um slíkt og hefur hingað til ekki haft rétt fyrir sér. Kenningu sína byggði hann á GPS-mælingum, sem sýni að hægt hafi á landrisi 12. júlí. Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur segir hins vegar ekkert benda til gosloka eins og Haraldur spáir. „Það er áframhaldandi landris, það var allskonar veður núna undanfarna daga þannig það er meira frávik í GPS-gagnapunktunum sem hafa komið inn og þar af leiðandi er erfiðara að lesa úr þeim landris. Hins vegar kom inn ótrúlega fínn gagnapunktur í dag og í nótt, sem sýnir að það er áframhaldandi landris þó það gæti hugsanlega verið að hægjast aðeins á því.“ Enn gerir Veðurstofan ráð fyrir kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum. Rúmmál uppsafnaðrar kviku nálgist óðfluga sömu stöðu og fyrir síðasta gos. „Við erum að fá inn fleiri skjálfta núna dag frá degi og greinilega spenna að byggjast upp á svæðinu.“ Sprungan í Hagafélli séð ofan frá úr Umbrotasjá Landmælinga Íslands. Stækkaði umtalsvert í síðasta eldgosi Áhugamenn um jarðhræringar hafa í dag og í gær vakið athygli á gríðarlegri sprungu í Hagafelli við gosstöðvarnar í hópnum Jarðsöguvinir á Facebook. Jóhanna segir sprunguna ekki nýja en vissulega hafi orðið á henni nýleg umbreyting. „En í síðasta gosi [29. maí] stækkaði hún heilmikið og svo fór að flæða hraun ofan í hana og þetta er bara mjög stór og mikil sprunga. Hraunið sem fór ofan í hana komst í snertingu við grunnvatn og þá urðu þessar vatnssprengingar eins og sáust í síðasta gosi,“ segir Jóhanna. Sprungan teygir sig suður í átt til Grindavíkur og alveg að varnargörðum. „Við höfum fylgst með henni sérstaklega í síðasta gosi. Það má gera ráð fyrir að það sé ákveðin framlenging á þessari sprungu sem nái jafnvel enn lengra suður og þetta er dæmi um veikleikana í skorpunni sem er að finna þarna á yfirborðinu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04 Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur spáði því í gær á bloggsíðu sinni að eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni væri mögulega lokið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Haraldur spáir fyrir um slíkt og hefur hingað til ekki haft rétt fyrir sér. Kenningu sína byggði hann á GPS-mælingum, sem sýni að hægt hafi á landrisi 12. júlí. Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur segir hins vegar ekkert benda til gosloka eins og Haraldur spáir. „Það er áframhaldandi landris, það var allskonar veður núna undanfarna daga þannig það er meira frávik í GPS-gagnapunktunum sem hafa komið inn og þar af leiðandi er erfiðara að lesa úr þeim landris. Hins vegar kom inn ótrúlega fínn gagnapunktur í dag og í nótt, sem sýnir að það er áframhaldandi landris þó það gæti hugsanlega verið að hægjast aðeins á því.“ Enn gerir Veðurstofan ráð fyrir kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum. Rúmmál uppsafnaðrar kviku nálgist óðfluga sömu stöðu og fyrir síðasta gos. „Við erum að fá inn fleiri skjálfta núna dag frá degi og greinilega spenna að byggjast upp á svæðinu.“ Sprungan í Hagafélli séð ofan frá úr Umbrotasjá Landmælinga Íslands. Stækkaði umtalsvert í síðasta eldgosi Áhugamenn um jarðhræringar hafa í dag og í gær vakið athygli á gríðarlegri sprungu í Hagafelli við gosstöðvarnar í hópnum Jarðsöguvinir á Facebook. Jóhanna segir sprunguna ekki nýja en vissulega hafi orðið á henni nýleg umbreyting. „En í síðasta gosi [29. maí] stækkaði hún heilmikið og svo fór að flæða hraun ofan í hana og þetta er bara mjög stór og mikil sprunga. Hraunið sem fór ofan í hana komst í snertingu við grunnvatn og þá urðu þessar vatnssprengingar eins og sáust í síðasta gosi,“ segir Jóhanna. Sprungan teygir sig suður í átt til Grindavíkur og alveg að varnargörðum. „Við höfum fylgst með henni sérstaklega í síðasta gosi. Það má gera ráð fyrir að það sé ákveðin framlenging á þessari sprungu sem nái jafnvel enn lengra suður og þetta er dæmi um veikleikana í skorpunni sem er að finna þarna á yfirborðinu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04 Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17
Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04
Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01