Íslendingar aftur til Englands: Hver er næstur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2024 08:01 Willum Þór er dýrasti leikmaður sem nokkurt lið í ensku C-deildinni hefur keypt. Birmingham City Undanfarin ár hafa ekki margir íslenskir leikmenn spilað í Englandi. Regluverk ensku deildanna eftir Brexit og fleira hefur haft áhrif en nú eru Íslendingar allt í einu farnir að fara í hrönnum til Englands til að spila fótbolta. Stóra spurningin er, hver er næstur? Undanfarna áratugi hefur Ísland haldið ágætis tengingu við enska knattspyrnu og margir af okkar bestu leikmönnum spilað þar. Nægir að nefna Eið Smára Guðjohnsen, Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Sá síðastnefndi verður einn af þremur Íslendingum í ensku B-deildinni á komandi leiktíð. Sem stendur er Hákon Rafn Valdimarsson eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeild karla en það verður að koma í ljós hversu mikið markvörðurinn spilar hjá Brentford. Mögulega verður hann lánaður frá félaginu. Kvennamegin má reikna með að Dagný Brynjarsdóttir verði í stóru hlutverki í liði West Ham United en hún er að snúa til baka eftir að hafa átt sinn annað barn. Í B-deild karla verða þrír leikmenn en ásamt Jóhanni Berg verða Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson í deildinni. Arnór er að fara inn í sitt annað tímabil með Blacburn Rovers á meðan Stefán Teitur gekk í raðir Preston North End á dögunum. Í C-deildinni er svo Willum Þór Willumsson en Birmingham City sótti hann á metfé en liðið ætlar sér beint aftur upp eftir fall úr B-deildinni síðasta vor. Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson er svo fulltrúi Íslands í D-deildinni en hann gekk í raðir Grimsby Town frá Breiðabliki á dögunum. Vísir veltir því fyrir sér hvaða Íslendingur verður næstur að færa sig um set og semja við lið á Englandi? Fer sá leikmaður í ensku úrvalsdeildina eða harkið í neðri deildum. Tekið skal fram listinn er eingöngu til gamans gerður og ekki byggður á neinu öðru en almennu skemmtanagildi. Ingibjörg Sigurðardóttir Er samningslaus og ætti að henta enska boltanum gríðarlega vel. Harðjaxl af gamla skólanum sem kallar ekki allt ömmu sína.Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson Var í akademíu Fulham á sínum tíma og skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley. Er eflaust á blaði hjá nokkum liðum sem vantar duglegan vængmann sem getur tekið menn á.Richard Pelham/Getty Images Hildur Antonsdóttir Er einnig samningslaus. Spilaði eins og engill á miðju Íslands í sigrunum á Þýskalandi og Póllandi. Gríðarlega sterkur miðjumaður sem getur hlaupið teig í teig allan liðlangan daginn.Christof Koepsel/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson Ótrúlegur fótboltamaður sem náði þó ekki að sýna sínar bestu hliðar á sínu fyrsta tímabili hjá Lille í Frakklandi. Takist honum það á komandi leiktíð gætu lið eins og Brighton & Hove Albion eða Crystal Palace komið með stóru seðlana.Mateusz Porzucek/Getty Images Sævar Atli Magnússon Ef flett er upp orðinn duglegur í orðabók þá kemur upp mynd af Sævari Atla Magnússyni. Hann er líka mjög tryggur og það þarf mikið til að losa hann frá Lyngby í Danmörku. Hann gæti þó verið til í ævintýri og ef rétt lið í B- eða jafnvel C-deildinni (Wrexham eða Peterborough United) myndi banka upp á væri erfitt að segja nei.@LyngbyBoldklub Elísabet Gunnarsdóttir (Þjálfari) Gerði frábæra hluti í Svíþjóð og var orðuð við kvennalið Aston Villa nýverið. Umboðsstofa hennar virðist hafa góð tengsl á Englandi og hver veit nema hún endi þar fyrr en seinna.@elisabetgunnarz Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur Ísland haldið ágætis tengingu við enska knattspyrnu og margir af okkar bestu leikmönnum spilað þar. Nægir að nefna Eið Smára Guðjohnsen, Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Sá síðastnefndi verður einn af þremur Íslendingum í ensku B-deildinni á komandi leiktíð. Sem stendur er Hákon Rafn Valdimarsson eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeild karla en það verður að koma í ljós hversu mikið markvörðurinn spilar hjá Brentford. Mögulega verður hann lánaður frá félaginu. Kvennamegin má reikna með að Dagný Brynjarsdóttir verði í stóru hlutverki í liði West Ham United en hún er að snúa til baka eftir að hafa átt sinn annað barn. Í B-deild karla verða þrír leikmenn en ásamt Jóhanni Berg verða Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson í deildinni. Arnór er að fara inn í sitt annað tímabil með Blacburn Rovers á meðan Stefán Teitur gekk í raðir Preston North End á dögunum. Í C-deildinni er svo Willum Þór Willumsson en Birmingham City sótti hann á metfé en liðið ætlar sér beint aftur upp eftir fall úr B-deildinni síðasta vor. Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson er svo fulltrúi Íslands í D-deildinni en hann gekk í raðir Grimsby Town frá Breiðabliki á dögunum. Vísir veltir því fyrir sér hvaða Íslendingur verður næstur að færa sig um set og semja við lið á Englandi? Fer sá leikmaður í ensku úrvalsdeildina eða harkið í neðri deildum. Tekið skal fram listinn er eingöngu til gamans gerður og ekki byggður á neinu öðru en almennu skemmtanagildi. Ingibjörg Sigurðardóttir Er samningslaus og ætti að henta enska boltanum gríðarlega vel. Harðjaxl af gamla skólanum sem kallar ekki allt ömmu sína.Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson Var í akademíu Fulham á sínum tíma og skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley. Er eflaust á blaði hjá nokkum liðum sem vantar duglegan vængmann sem getur tekið menn á.Richard Pelham/Getty Images Hildur Antonsdóttir Er einnig samningslaus. Spilaði eins og engill á miðju Íslands í sigrunum á Þýskalandi og Póllandi. Gríðarlega sterkur miðjumaður sem getur hlaupið teig í teig allan liðlangan daginn.Christof Koepsel/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson Ótrúlegur fótboltamaður sem náði þó ekki að sýna sínar bestu hliðar á sínu fyrsta tímabili hjá Lille í Frakklandi. Takist honum það á komandi leiktíð gætu lið eins og Brighton & Hove Albion eða Crystal Palace komið með stóru seðlana.Mateusz Porzucek/Getty Images Sævar Atli Magnússon Ef flett er upp orðinn duglegur í orðabók þá kemur upp mynd af Sævari Atla Magnússyni. Hann er líka mjög tryggur og það þarf mikið til að losa hann frá Lyngby í Danmörku. Hann gæti þó verið til í ævintýri og ef rétt lið í B- eða jafnvel C-deildinni (Wrexham eða Peterborough United) myndi banka upp á væri erfitt að segja nei.@LyngbyBoldklub Elísabet Gunnarsdóttir (Þjálfari) Gerði frábæra hluti í Svíþjóð og var orðuð við kvennalið Aston Villa nýverið. Umboðsstofa hennar virðist hafa góð tengsl á Englandi og hver veit nema hún endi þar fyrr en seinna.@elisabetgunnarz
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira