Hver ber ábyrgð á nýjum gluggum sem leka? Þórunn Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2024 14:31 Nú á dögunum birtist á Vísi greinin „Af hverju leka gluggar fyrr en áður?“ eftir Böðvar Bjarnason hjá Verkvist. Veltir hann þar meðal annars fyrir sér hvort gluggar hafi almennt verið betri hér áður fyrr en þeir sem nú fást og eiga að vera CE-merktir til að teljast löglegir til sölu og notkunar. Böðvar bendir síðan á að vandamálin liggi annars vegar í gluggunum sjálfum og hins vegar í frágangi gluggans við útvegg. Því skal ósvarað hvort gluggar hafi verið betri í gamla daga. Hins vegar er tekið undir ýmis vandamál sem nefnd eru í greininni og þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Má þar m.a. nefna óljósa ábyrgð ýmissa fagaðila sem koma að ísetningu glugga. Löglegur gluggi Gluggar eru ekki einungis smíðaðir á Íslandi. Mestur hluti þeirra er raunar innfluttur. Þar sem Ísland tilheyrir evrópska efnahagssvæðinu þurfa gluggar, eins og aðrir vöruflokkar, að fylgja þeim reglum sem á svæðinu gilda. Í tilfelli glugga er gerð krafa um CE-merkingu en í því felst að ýmsir eiginleikar glugga hafi verið prófaðir og staðfestir af óháðum og tilkynntum aðila. Að sama skapi sé viðhöfð innri skjalfest framleiðslustýring en hún stuðlar að því að öll framleidd eintök hafi sömu eiginleika og prófaða eintakið. Íslenskt slagveður í allar áttir Veðurfar getur verið mjög ólíkt milli aðildarríkja EES og eru kröfur um eiginleika því mismunandi milli landa. Hér á landi gilda til að mynda svo kallaðar sértækar kröfur um slagregnsþéttleika og hámarksformbreytingu vegna vindálags og eiga þær við um alla glugga í útveggjum bygginga. Svo að gluggi teljist löglegur á Íslandi þarf hann því að vera CE-merktur og a.m.k. að uppfylla kröfur til þessara tveggja eiginleika. Annars er bæði bannað að selja og nota slíkan glugga í útvegg mannvirkis. Upplýsingar um eiginleika skulu koma fram í yfirlýsingu um nothæfi (DoP), sem er staðlað fylgiskjal CE-merktra byggingarvara. Hvar er eftirlitið? Ef gluggi uppfyllir ekki framangreind skilyrði er hann ólöglegur á markaði hérlendis. Ábendingar um slíkt má senda til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem viðhefur markaðseftirlit með byggingarvörum. Þess má geta að HMS stendur einmitt í umfangsmiklu eftirliti með gluggum með það að markmiði að einungis verði nothæfir gluggar á markaði neytendum í hag. Hver er ávinningur regluverksins? Sumum þykir kerfi um CE-merkingar byggingarvara óþarflega flókið og jafnvel misvísandi. Merkingin getur ekki staðið ein og sér heldur er alltaf þörf á að skoða fylgiskjalið yfirlýsingu um nothæfi til að meta hvort byggingarvaran hafi þá eiginleika sem þarf til að standast álagið sem reikna má með að hún verði fyrir. Ávinningur kerfisins er hins vegar mikill, sérstaklega í ljósi þess að flestar byggingarvörur eru innfluttar og við getum illa haft eftirlit með framleiðanda úti í heimi. Í tilfelli CE-merktra glugga eru þeir til dæmis allir prófaðir á sama hátt. Í því felst að eiginleikar þeirra eru staðfestir með sömu prófunaraðferðum. Þar af leiðandi eru gluggar frá mismunandi framleiðendum eða löndum algjörlega samanburðarhæfir. Slíkt auðveldar notandanum, iðulega framkvæmdaraðila, að velja glugga sem hefur fullnægjandi eiginleika. Hvert er hlutverk hönnuðar? Ábyrgðarsvið hönnuðar er skilgreint í byggingarreglugerð. Í henni kemur m.a. fram að hönnuður skuli í gögnum sínum setja fram kröfur er varða eiginleika byggingarvöru til að tryggja rétt innkaup og notkun hennar. Þegar kemur að gluggum ber hönnuði að tilgreina þá eiginleika sem að framan voru nefndir (sértæku kröfurnar). Framkvæmdaraðili getur í framhaldinu tekið ákvörðun um hvaða glugga skuli velja út frá kröfum hönnuðar. Aðrir eiginleikar gætu einnig átt við, svo sem hljóðkröfur við umferðarþunga götu. Rétt er að nefna að texti á borð við: „Fylgja skal kröfum byggingarreglugerðar“ er ekki fullnægjandi í hönnunargögnum þótt slíkt hafi sést. Hver skilgreinir gluggaþéttinguna? Hönnuður ber ábyrgð á heildarvirkni byggingarhluta, þar með talinni virkni gluggaþéttinga. Í því felst ekki endilega að hönnuður segi til um hvort notast eigi við kítti eða borða heldur eru eiginleikar byggingarvaranna lykilatriði hér. Með því að skilgreina eiginleika í hönnunargögnum hefur hönnuður gefið framkvæmdaraðila aukið frelsi. Frelsi til að velja byggingarvörur sem með góðu móti er hægt að tengja saman og mynda heildstæðan byggingarhluta. Framkvæmdaraðili ber hins vegar ábyrgð á að þær byggingarvörur sem hann velur hafi eiginleika í samræmi við kröfur hönnuðar og að við notkun sé farið eftir leiðbeiningum framleiðanda þeirra. Aðeins þannig má tryggja að þeir eiginleikar sem hönnuður gaf upp náist. Hver ber ábyrgð? Mannvirkjagerð er flókin og margir fagaðilar koma þar að. Með breyttum og fjölbreyttari byggingaraðferðum verður hún ekki einfaldari og því mikilvægt að hver og einn fagaðili geri sér grein fyrir sínu hlutverki og ábyrgð. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Hönnuðir bera ábyrgð á að skilgreina eiginleika byggingarvara (4.5.2. gr. byggingarreglugerðar). Söluaðilar byggingarvara bera ábyrgð á að CE-merktum byggingarvörum fylgi yfirlýsing um nothæfi (með upplýsingum um eiginleika þeirra) og leiðbeiningar um notkun. Framkvæmdaraðilar bera ábyrgð á að við notkun sé leiðbeiningum framleiðenda byggingarvara ávallt fylgt (til að eiginleikar varanna haldist). Verum meðvituð um að gluggi er ein byggingarvara og þétting er önnur; tveir mismunandi framleiðendur og að sama skapi mismunandi leiðbeiningar. HMS hefur undanfarin tvö ár lagt mikla áherslu á að fræða markaðinn um CE-merkingar byggingarvara. Reglulega eru haldin námskeið um málefnið hjá Iðunni fræðslusetri og eru fagaðilar hvattir til að sækja slíkt námskeið, eigendum og öðrum notendum mannvirkja í hag. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Nú á dögunum birtist á Vísi greinin „Af hverju leka gluggar fyrr en áður?“ eftir Böðvar Bjarnason hjá Verkvist. Veltir hann þar meðal annars fyrir sér hvort gluggar hafi almennt verið betri hér áður fyrr en þeir sem nú fást og eiga að vera CE-merktir til að teljast löglegir til sölu og notkunar. Böðvar bendir síðan á að vandamálin liggi annars vegar í gluggunum sjálfum og hins vegar í frágangi gluggans við útvegg. Því skal ósvarað hvort gluggar hafi verið betri í gamla daga. Hins vegar er tekið undir ýmis vandamál sem nefnd eru í greininni og þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Má þar m.a. nefna óljósa ábyrgð ýmissa fagaðila sem koma að ísetningu glugga. Löglegur gluggi Gluggar eru ekki einungis smíðaðir á Íslandi. Mestur hluti þeirra er raunar innfluttur. Þar sem Ísland tilheyrir evrópska efnahagssvæðinu þurfa gluggar, eins og aðrir vöruflokkar, að fylgja þeim reglum sem á svæðinu gilda. Í tilfelli glugga er gerð krafa um CE-merkingu en í því felst að ýmsir eiginleikar glugga hafi verið prófaðir og staðfestir af óháðum og tilkynntum aðila. Að sama skapi sé viðhöfð innri skjalfest framleiðslustýring en hún stuðlar að því að öll framleidd eintök hafi sömu eiginleika og prófaða eintakið. Íslenskt slagveður í allar áttir Veðurfar getur verið mjög ólíkt milli aðildarríkja EES og eru kröfur um eiginleika því mismunandi milli landa. Hér á landi gilda til að mynda svo kallaðar sértækar kröfur um slagregnsþéttleika og hámarksformbreytingu vegna vindálags og eiga þær við um alla glugga í útveggjum bygginga. Svo að gluggi teljist löglegur á Íslandi þarf hann því að vera CE-merktur og a.m.k. að uppfylla kröfur til þessara tveggja eiginleika. Annars er bæði bannað að selja og nota slíkan glugga í útvegg mannvirkis. Upplýsingar um eiginleika skulu koma fram í yfirlýsingu um nothæfi (DoP), sem er staðlað fylgiskjal CE-merktra byggingarvara. Hvar er eftirlitið? Ef gluggi uppfyllir ekki framangreind skilyrði er hann ólöglegur á markaði hérlendis. Ábendingar um slíkt má senda til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem viðhefur markaðseftirlit með byggingarvörum. Þess má geta að HMS stendur einmitt í umfangsmiklu eftirliti með gluggum með það að markmiði að einungis verði nothæfir gluggar á markaði neytendum í hag. Hver er ávinningur regluverksins? Sumum þykir kerfi um CE-merkingar byggingarvara óþarflega flókið og jafnvel misvísandi. Merkingin getur ekki staðið ein og sér heldur er alltaf þörf á að skoða fylgiskjalið yfirlýsingu um nothæfi til að meta hvort byggingarvaran hafi þá eiginleika sem þarf til að standast álagið sem reikna má með að hún verði fyrir. Ávinningur kerfisins er hins vegar mikill, sérstaklega í ljósi þess að flestar byggingarvörur eru innfluttar og við getum illa haft eftirlit með framleiðanda úti í heimi. Í tilfelli CE-merktra glugga eru þeir til dæmis allir prófaðir á sama hátt. Í því felst að eiginleikar þeirra eru staðfestir með sömu prófunaraðferðum. Þar af leiðandi eru gluggar frá mismunandi framleiðendum eða löndum algjörlega samanburðarhæfir. Slíkt auðveldar notandanum, iðulega framkvæmdaraðila, að velja glugga sem hefur fullnægjandi eiginleika. Hvert er hlutverk hönnuðar? Ábyrgðarsvið hönnuðar er skilgreint í byggingarreglugerð. Í henni kemur m.a. fram að hönnuður skuli í gögnum sínum setja fram kröfur er varða eiginleika byggingarvöru til að tryggja rétt innkaup og notkun hennar. Þegar kemur að gluggum ber hönnuði að tilgreina þá eiginleika sem að framan voru nefndir (sértæku kröfurnar). Framkvæmdaraðili getur í framhaldinu tekið ákvörðun um hvaða glugga skuli velja út frá kröfum hönnuðar. Aðrir eiginleikar gætu einnig átt við, svo sem hljóðkröfur við umferðarþunga götu. Rétt er að nefna að texti á borð við: „Fylgja skal kröfum byggingarreglugerðar“ er ekki fullnægjandi í hönnunargögnum þótt slíkt hafi sést. Hver skilgreinir gluggaþéttinguna? Hönnuður ber ábyrgð á heildarvirkni byggingarhluta, þar með talinni virkni gluggaþéttinga. Í því felst ekki endilega að hönnuður segi til um hvort notast eigi við kítti eða borða heldur eru eiginleikar byggingarvaranna lykilatriði hér. Með því að skilgreina eiginleika í hönnunargögnum hefur hönnuður gefið framkvæmdaraðila aukið frelsi. Frelsi til að velja byggingarvörur sem með góðu móti er hægt að tengja saman og mynda heildstæðan byggingarhluta. Framkvæmdaraðili ber hins vegar ábyrgð á að þær byggingarvörur sem hann velur hafi eiginleika í samræmi við kröfur hönnuðar og að við notkun sé farið eftir leiðbeiningum framleiðanda þeirra. Aðeins þannig má tryggja að þeir eiginleikar sem hönnuður gaf upp náist. Hver ber ábyrgð? Mannvirkjagerð er flókin og margir fagaðilar koma þar að. Með breyttum og fjölbreyttari byggingaraðferðum verður hún ekki einfaldari og því mikilvægt að hver og einn fagaðili geri sér grein fyrir sínu hlutverki og ábyrgð. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Hönnuðir bera ábyrgð á að skilgreina eiginleika byggingarvara (4.5.2. gr. byggingarreglugerðar). Söluaðilar byggingarvara bera ábyrgð á að CE-merktum byggingarvörum fylgi yfirlýsing um nothæfi (með upplýsingum um eiginleika þeirra) og leiðbeiningar um notkun. Framkvæmdaraðilar bera ábyrgð á að við notkun sé leiðbeiningum framleiðenda byggingarvara ávallt fylgt (til að eiginleikar varanna haldist). Verum meðvituð um að gluggi er ein byggingarvara og þétting er önnur; tveir mismunandi framleiðendur og að sama skapi mismunandi leiðbeiningar. HMS hefur undanfarin tvö ár lagt mikla áherslu á að fræða markaðinn um CE-merkingar byggingarvara. Reglulega eru haldin námskeið um málefnið hjá Iðunni fræðslusetri og eru fagaðilar hvattir til að sækja slíkt námskeið, eigendum og öðrum notendum mannvirkja í hag. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun