Fer frá Barcelona til Chelsea Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 12:30 Lucy Bronze er gengin í raðir Chelsea. Mynd/Chelsea Stórstjarnan Lucy Bronze hefur samið við Englandsmeistara Chelsea. Hún kemur til liðsins frá Barcelona á Spáni. Hin 32 ára gamla Bronze semur við Chelsea til tveggja ára en hún kemur frítt til félagsins í kjölfar þess að samningur hennar í Katalóníu rann út. Hún hefur verið lykilleikmaður hjá Börsungum og enska landsliðinu undanfarin ár og talin á meðal betra leikmanna heims. Hún vann EM með Englandi árið 2022 og fagnar því að koma aftur til heimalandsins eftir að hafa verið á Spáni í rúm tvö ár. Bronze hefur komið víða við á ferlinum. Hún er uppalin hjá Sunderland en lék með bæði Liverpool og Everton í Bítlaborginni. Hún fór frá Liverpool til Manchester City, þaðan til Lyon í Frakkalandi, aftur til City og þaðan til Barcelona. You better believe it: Lucy Bronze is a Blue. pic.twitter.com/LKguK6gV30— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) July 17, 2024 Chelsea er því fimmta enska félagið sem þessi margreyndi leikmaður spilar fyrir. Bronze hefur unnið enska meistaratitilinn í þrígang, tvisvar með Liverpool og einu sinni með Manchester City. Hún vann franska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu þrisvar á þremur árum með Lyon og þá fagnaði hún spænskum meistaratitli og sigri í Meistaradeildinni bæði ár sín hjá Barcelona. Hún gengur í raðir Chelsea-liðs sem hefur unnið enska meistaratitilinn fimm ár í röð. Liðið situr hins vegar á tímamótum eftir brotthvarf þjálfarans Emmu Hayes sem tók við bandaríska landsliðinu eftir 13 ár við stjórnvölin. Franska goðsögnin Sonia Bompastor tók við þjálfun liðsins af Hayes og hefur verið dugleg á markaðnum. Tvær löndur hennar Oriane Jean-François og Sandy Baltimore komu frá Paris Saint-Germain og hin spænska Júlia Bartel frá Bacrcelona. Bronze fer nú sömu leið og Bartel og vonast til að bæta enn frekar í titlasafnið með Lundúnafélaginu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Hin 32 ára gamla Bronze semur við Chelsea til tveggja ára en hún kemur frítt til félagsins í kjölfar þess að samningur hennar í Katalóníu rann út. Hún hefur verið lykilleikmaður hjá Börsungum og enska landsliðinu undanfarin ár og talin á meðal betra leikmanna heims. Hún vann EM með Englandi árið 2022 og fagnar því að koma aftur til heimalandsins eftir að hafa verið á Spáni í rúm tvö ár. Bronze hefur komið víða við á ferlinum. Hún er uppalin hjá Sunderland en lék með bæði Liverpool og Everton í Bítlaborginni. Hún fór frá Liverpool til Manchester City, þaðan til Lyon í Frakkalandi, aftur til City og þaðan til Barcelona. You better believe it: Lucy Bronze is a Blue. pic.twitter.com/LKguK6gV30— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) July 17, 2024 Chelsea er því fimmta enska félagið sem þessi margreyndi leikmaður spilar fyrir. Bronze hefur unnið enska meistaratitilinn í þrígang, tvisvar með Liverpool og einu sinni með Manchester City. Hún vann franska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu þrisvar á þremur árum með Lyon og þá fagnaði hún spænskum meistaratitli og sigri í Meistaradeildinni bæði ár sín hjá Barcelona. Hún gengur í raðir Chelsea-liðs sem hefur unnið enska meistaratitilinn fimm ár í röð. Liðið situr hins vegar á tímamótum eftir brotthvarf þjálfarans Emmu Hayes sem tók við bandaríska landsliðinu eftir 13 ár við stjórnvölin. Franska goðsögnin Sonia Bompastor tók við þjálfun liðsins af Hayes og hefur verið dugleg á markaðnum. Tvær löndur hennar Oriane Jean-François og Sandy Baltimore komu frá Paris Saint-Germain og hin spænska Júlia Bartel frá Bacrcelona. Bronze fer nú sömu leið og Bartel og vonast til að bæta enn frekar í titlasafnið með Lundúnafélaginu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira