Þorsteinn: Ég held að maður geti ekki farið fram á meira Árni Jóhannsson skrifar 16. júlí 2024 19:45 Þorsteinn Halldórsson einbeittur á hliðarlínunni. Vísir / Anton Brink Ísland vann góðan sigur í Póllandi í síðasta leik undankeppni EM 2025 á útivelli í kvöld. Sveindís Jane gerði eina mark leiksins og var þjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, ánægður með leik sinna kvenna. Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17