Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 15:38 Frá síðasta eldgosi við Svartsengi. Vísir/Vilhelm Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að kvikusöfnun undir Svartsengi hafi haldist nokkuð stöðug síðustu vikur. Líkanreikningar áætli að um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að kvika hljóp þaðan síðast í Sundhnúksgígaröðina og eldgosið 29. maí hófst. Kvikumagn þegar náð neðri mörkum Í dag sé magn kviku sem bæst hefur við komið að lægri mörkum þess magns kviku sem talið er þurfa að bætast við til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Efri mörkin liggi í kringum nítján milljónir rúmmetra af kviku. Sé gert ráð fyrir því að á bilinu þrettán til nítján milljónir rúmmetra af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi, bendi ný líkön til þess að mjög miklar líkur séu á því að það eigi sér stað á næstu þremur vikum Meira magn þurfi til núna Áður hafi þó verið bent á að reynslan frá Kröflueldum sýni að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meira magn kviku og þar með meiri þrýsting til að koma þeim af stað. Sé miðað við að um tuttugu milljónir rúmmetra þurfi að safnast fyrir, líkt og sást fyrir eldgosið 29. maí, muni það magn nást á næstu þremur til fjórum vikum. Þetta sé byggt á því að innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svarstengi haldist óbreytt frá því sem nú er. Líklegra að hraun komi upp í bænum Þá segir að nýjustu greiningar á því hvernig staðsetning gosopnunar hefur þróast í síðustu eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni bendi til þess að gosvirknin færist sunnar og nær Grindavík með hverjum atburði. „Með hliðsjón af þessum greiningum og ef tekið er tillit til þess að frá því í nóvember 2023 hafa jarðhræringarnar valdið umtalsverðum sprunguhreyfingum innan Grindavíkur, endurspeglar þetta hættumat auknar líkur á að hraun komi upp innan svæðis 4 – Grindavík - í næsta eldgosi.“ Uppfært hættumat fyrir svæði 4 meti þannig hættu vegna gosopnunar, hraunflæðis og gasmengunar sem „töluverða“, en hún hafi áður verið metin „nokkur“. Þetta sé sambærilegt mati á þessari hættu innan svæðis 3. Þessar breytingar á einstaka hættum innan svæða 3 og 4 hafi á þessu stigi ekki áhrif á heildarmat á hættu innan þeirra. Núgildandi hættumat gildir til 26. júlí, að öllu óbreyttu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að kvikusöfnun undir Svartsengi hafi haldist nokkuð stöðug síðustu vikur. Líkanreikningar áætli að um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að kvika hljóp þaðan síðast í Sundhnúksgígaröðina og eldgosið 29. maí hófst. Kvikumagn þegar náð neðri mörkum Í dag sé magn kviku sem bæst hefur við komið að lægri mörkum þess magns kviku sem talið er þurfa að bætast við til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Efri mörkin liggi í kringum nítján milljónir rúmmetra af kviku. Sé gert ráð fyrir því að á bilinu þrettán til nítján milljónir rúmmetra af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi, bendi ný líkön til þess að mjög miklar líkur séu á því að það eigi sér stað á næstu þremur vikum Meira magn þurfi til núna Áður hafi þó verið bent á að reynslan frá Kröflueldum sýni að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meira magn kviku og þar með meiri þrýsting til að koma þeim af stað. Sé miðað við að um tuttugu milljónir rúmmetra þurfi að safnast fyrir, líkt og sást fyrir eldgosið 29. maí, muni það magn nást á næstu þremur til fjórum vikum. Þetta sé byggt á því að innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svarstengi haldist óbreytt frá því sem nú er. Líklegra að hraun komi upp í bænum Þá segir að nýjustu greiningar á því hvernig staðsetning gosopnunar hefur þróast í síðustu eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni bendi til þess að gosvirknin færist sunnar og nær Grindavík með hverjum atburði. „Með hliðsjón af þessum greiningum og ef tekið er tillit til þess að frá því í nóvember 2023 hafa jarðhræringarnar valdið umtalsverðum sprunguhreyfingum innan Grindavíkur, endurspeglar þetta hættumat auknar líkur á að hraun komi upp innan svæðis 4 – Grindavík - í næsta eldgosi.“ Uppfært hættumat fyrir svæði 4 meti þannig hættu vegna gosopnunar, hraunflæðis og gasmengunar sem „töluverða“, en hún hafi áður verið metin „nokkur“. Þetta sé sambærilegt mati á þessari hættu innan svæðis 3. Þessar breytingar á einstaka hættum innan svæða 3 og 4 hafi á þessu stigi ekki áhrif á heildarmat á hættu innan þeirra. Núgildandi hættumat gildir til 26. júlí, að öllu óbreyttu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira