Fjöldi smitaðra af Covid kallar á aðgerðir Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 12:51 Fjöldi hefur greinst smitaður á Landspítala undanfarið. Vísir/Vilhelm Talsverð fölgun smitaðra af Covid í samfélaginu og á Landspítala kallar á aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Þetta segir í tilkynningu frá farsóttanefnd og sýkingavarnadeild Landspítala. Þar segir að að undanförnu hafi Covid skotið upp kollinum á átta deildum Landspítala og breiðist hratt út á nokkrum þeirra. 32 í einangrun Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum þar um, en einnig sé talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel í marga daga. Nú að morgni 16. júlí séu 32 sjúklingar í einangrun vegna Covid á Landspítala í þremur húsum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Þetta sé þriðja sumarið sem bylgja Covid-sýkinga herji á landsmenn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að sjúklingarnir 32 séu ekki alvarlega veikir vegna veirunnar. Vert sé að árétta að sjúklingar með veirusýkingar í öndunarfærum og einkenni af þeim séu alltaf einangraðir frá öðrum hvort sem um sé að ræða inflúensu, RS veiru eða Covid. Ávallt sé viðhöfð grundvallarsmitgát í öllum sjúklingasamskiptum en nú sé nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða, sem hafi reynst vel í fyrri Covid-bylgjum. Á Landspítala muni eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8: Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar. Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir. Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan. Þegar faraldur er á deild sé heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en deildir hafi þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur. Þessar reglur taki gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verði endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar. „Við væntum góðrar samvinnu við alla hlutaðeigandi. Það er mikið í húfi og aðeins með samstilltu átaki náum við árangri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá farsóttanefnd og sýkingavarnadeild Landspítala. Þar segir að að undanförnu hafi Covid skotið upp kollinum á átta deildum Landspítala og breiðist hratt út á nokkrum þeirra. 32 í einangrun Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum þar um, en einnig sé talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel í marga daga. Nú að morgni 16. júlí séu 32 sjúklingar í einangrun vegna Covid á Landspítala í þremur húsum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Þetta sé þriðja sumarið sem bylgja Covid-sýkinga herji á landsmenn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að sjúklingarnir 32 séu ekki alvarlega veikir vegna veirunnar. Vert sé að árétta að sjúklingar með veirusýkingar í öndunarfærum og einkenni af þeim séu alltaf einangraðir frá öðrum hvort sem um sé að ræða inflúensu, RS veiru eða Covid. Ávallt sé viðhöfð grundvallarsmitgát í öllum sjúklingasamskiptum en nú sé nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða, sem hafi reynst vel í fyrri Covid-bylgjum. Á Landspítala muni eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8: Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar. Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir. Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan. Þegar faraldur er á deild sé heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en deildir hafi þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur. Þessar reglur taki gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verði endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar. „Við væntum góðrar samvinnu við alla hlutaðeigandi. Það er mikið í húfi og aðeins með samstilltu átaki náum við árangri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira