Fékk hjálp úr óvæntri átt í miðjum skilnaði Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 12:06 Natalie Portman segir að hittingurinn hafi hjálpað í skilnaðinum. EPA/NINA PROMMER Leikkonan Natalie Portman skildi við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied í mars á þessu ári. Hún segir að tónlistar- og athafnakonan Rihanna hafi hjálpað henni í skilnaðinum þegar þær hittust í upphafi árs. Skilnaður Portman og Millepied var tilkominn vegna framhjáhalds Millepied, sem rataði í fréttir á síðasta ári. Nokkru síðar slitu þau sambúð sinni og átta mánuðum eftir það, í mars síðastliðnum, skildu þau að borði og sæng. Í janúar á þessu ári, þegar Portman var ennþá að ganga í gegnum skilnaðinn, hitti hún Rihönnu á tískuvikunni í París. „Það er að líða yfir mig,“ heyrist Portman segja í myndbandi sem náðist af hittingi þeirra tveggja í París. „Ég elska þig og ég er alltaf að hlusta á tónlistina þína. Þú ert svo mikil drottning.“ View this post on Instagram A post shared by The Tonight Show (@fallontonight) Rihanna sagði á móti að hún væri líka aðdáandi hennar: „Ég verð ekki spennt yfir því að hitta neinn en ég elska þig.“ Þá sagði hún að Portman væri ein flottasta kona Hollywood fyrr og síðar. Portman ræddi um þetta augnablik í viðtali við Jimmy Fallon í sjónvarpsþætti hans í gærkvöldi. Þar sagði hún þetta augnablik hafa hjálpað í skilnaðinum. Hver einasta kona sem er að ganga í gegnum skilnað ætti að fá svona hrós frá Rihönnu. „Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti.“ View this post on Instagram A post shared by The Tonight Show (@fallontonight) Hollywood Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Skilnaður Portman og Millepied var tilkominn vegna framhjáhalds Millepied, sem rataði í fréttir á síðasta ári. Nokkru síðar slitu þau sambúð sinni og átta mánuðum eftir það, í mars síðastliðnum, skildu þau að borði og sæng. Í janúar á þessu ári, þegar Portman var ennþá að ganga í gegnum skilnaðinn, hitti hún Rihönnu á tískuvikunni í París. „Það er að líða yfir mig,“ heyrist Portman segja í myndbandi sem náðist af hittingi þeirra tveggja í París. „Ég elska þig og ég er alltaf að hlusta á tónlistina þína. Þú ert svo mikil drottning.“ View this post on Instagram A post shared by The Tonight Show (@fallontonight) Rihanna sagði á móti að hún væri líka aðdáandi hennar: „Ég verð ekki spennt yfir því að hitta neinn en ég elska þig.“ Þá sagði hún að Portman væri ein flottasta kona Hollywood fyrr og síðar. Portman ræddi um þetta augnablik í viðtali við Jimmy Fallon í sjónvarpsþætti hans í gærkvöldi. Þar sagði hún þetta augnablik hafa hjálpað í skilnaðinum. Hver einasta kona sem er að ganga í gegnum skilnað ætti að fá svona hrós frá Rihönnu. „Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti.“ View this post on Instagram A post shared by The Tonight Show (@fallontonight)
Hollywood Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira