Lengi lifir í gömlum glæðum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 09:52 Camila Cabello og Shawn Mendes þann 25 september árið 2021. EPA/Peter Foley Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er. Þau Cabello og Mendes opinberuðu ástarsamband sitt í fyrsta skipti sumarið 2019 en þau höfðu þekkst í dágóðan tíma fyrir það. Orðrómur um að þau væru byrjuð að rugla saman reitum styrktist til muna eftir að þau gáfu út tónlistarmyndband fyrir lagið Señorita. Þótti einhverjum augljóst að myndbandið gæfi til kynna að þau væru meira en bara vinir. Í ágúst sama ár var orðrómurinn svo endanlega staðfestur og ljóst að þau Cabello og Mendes væru par. Rúmlega tveimur árum síðar var sambandið þó á enda. Cabello og Mendes gáfu út yfirlýsingu í nóvember árið 2021 að þau væru hætt saman. „Við höfum ákveðið að binda enda á rómantíska sambandið okkar en ást okkar á hvoru öðru sem manneskjum er sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði í upphafi yfirlýsingarinnar sem birt var á Instagram. Þau sögðust hafa verið bestu vinir þegar þau byrjuðu saman og að þau ætli sér að vera það áfram. Tveimur árum eftir sambandsslitin var ljóst að þau héldu að minnsta kosti vinskapnum og raunar gott betur: Eftir að parið sást kyssast á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl 2023 fóru fljótt að birtast myndir af þeim saman á ný. Í næsta mánuði sáust þau saman á stefnumótum á New York og Los Angeles. Það entist þó ekki lengur en svo að í júní var greint frá því að þau væru hætt saman á ný. En ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum því eins og fram hefur komið sátu þau saman og horfðu á Argentínu vinna Kólumbíu í úrslitaleik Copa America. Shawn Mendes and Camila Cabello spotted at the Argentina vs. Colombia Copa America game. pic.twitter.com/U8uoNMeGlm— Pop Crave (@PopCrave) July 15, 2024 Það er þó spurning hvort þetta fyrrverandi par sé að byrja saman á ný eða hvort þau séu ennþá bara einstaklega góðir vinir. Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Þau Cabello og Mendes opinberuðu ástarsamband sitt í fyrsta skipti sumarið 2019 en þau höfðu þekkst í dágóðan tíma fyrir það. Orðrómur um að þau væru byrjuð að rugla saman reitum styrktist til muna eftir að þau gáfu út tónlistarmyndband fyrir lagið Señorita. Þótti einhverjum augljóst að myndbandið gæfi til kynna að þau væru meira en bara vinir. Í ágúst sama ár var orðrómurinn svo endanlega staðfestur og ljóst að þau Cabello og Mendes væru par. Rúmlega tveimur árum síðar var sambandið þó á enda. Cabello og Mendes gáfu út yfirlýsingu í nóvember árið 2021 að þau væru hætt saman. „Við höfum ákveðið að binda enda á rómantíska sambandið okkar en ást okkar á hvoru öðru sem manneskjum er sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði í upphafi yfirlýsingarinnar sem birt var á Instagram. Þau sögðust hafa verið bestu vinir þegar þau byrjuðu saman og að þau ætli sér að vera það áfram. Tveimur árum eftir sambandsslitin var ljóst að þau héldu að minnsta kosti vinskapnum og raunar gott betur: Eftir að parið sást kyssast á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl 2023 fóru fljótt að birtast myndir af þeim saman á ný. Í næsta mánuði sáust þau saman á stefnumótum á New York og Los Angeles. Það entist þó ekki lengur en svo að í júní var greint frá því að þau væru hætt saman á ný. En ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum því eins og fram hefur komið sátu þau saman og horfðu á Argentínu vinna Kólumbíu í úrslitaleik Copa America. Shawn Mendes and Camila Cabello spotted at the Argentina vs. Colombia Copa America game. pic.twitter.com/U8uoNMeGlm— Pop Crave (@PopCrave) July 15, 2024 Það er þó spurning hvort þetta fyrrverandi par sé að byrja saman á ný eða hvort þau séu ennþá bara einstaklega góðir vinir.
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira