Titringur á bókunarmarkaði: „Í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2024 15:29 Nokkuð hörð samkeppni hefur myndast á borðabókunarmarkaði milli Kjartans Þórissonar framkvæmdastjóra Noona og Ingu Tinnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Dineout. vísir Markaðstorgin Dineout og Noona hafa staðið í nokkuð harðri samkeppni um hlutdeild á bókunarmarkaði síðustu misseri. Yfirlýsingarnar fljúga fyrirtækjanna á milli og Samkeppniseftirlitið hefur skorist í leikinn. Í síðustu viku komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu með bráðabirgðaákvörðun að fyrirtækið Noona hefði sennilega brotið samkeppnislög með því að reyna að ná til sín nýjum viðskipavinum með vísan til samruna Símans og Noona sem ekki hefur gengið í gegn. Þann 8. júní undirritaði Síminn kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Noona. Samkvæmt fréttatilkynningu stendur til að þróa nýjar lausnir Símans Pay inni í „vistkerfi Noona viðskiptavinum til hagsbóta“. Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona heldur áfram að vinna náið með Símanum, eins og segir í tilkynningunni. Viðskiptin voru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem starfsmenn Noona virðast ekki hafa getað beðið eftir. Samkeppnisaðilinn Dineout kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna háttsemi Noona. Í kvörtun Dineout fylgdu tölvupóstar sem starfsmenn Noona höfðu sent meðal annars á viðskiptavini Dineout. „Töluvert stærra reach en Dineout“ Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er einn slíkur póstur birtur í heild sinni. Þar segir starfsmaður Noona viðskiptavininum frá kaupum Símans. „Sem þýðir það að núna erum við í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað. Síminn er einn stærsti auglýsandi á landinu og eiga núna í kringum 96% af öllum auglýsingaskiltum á landinu því þeir keyptu fyrirtæki sem heitir Billboard. Þeir hafa heitið því að gera Noona að household nafni og blása í alla lúðra hvað það varðar,“ segir í einum tölvupósti. „Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Í öðrum tölvupósti segir starfsmaður að Noona sé þegar búið að fá til sín „þessa stóru staði“ og nefnir tvo veitingastaði en nöfn þeirra hafa verið afmáð í ákvörðuninni. Noona kynnti borðabókunarkerfi sitt til leiks í maí. „Þeir [Síminn] hafa heitið því að blása í alla lúðra og koma Noona inn á flest heimili landsins í gegnum Sjónvarp Símans. Þeir eiga í dag 96% af öllum digital auglýsingaskiltum landsins og ætla að fara all in í marketing samhliða okkar eigin herferð að kynna nýja markaðstorgið okkar. Þið gætuð heldur betur fengið að taka þátt í því og njóta góðs af því marketing stunti hjá okkur.“ Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að með þessari háttsemi sé sennilegt að fyrirtækið hafi brotið bann við því að markaðssetja samruna áður en hann hefur gengið í gegn. Síminn og Noona skuli því tafarlaust láta af allri markaðssetningu sem felur í sér hvers kyns tilboð um viðskipti við fyrirtækin. Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout segir í samtali við fréttastofu að málið sé alvarlegt en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fyrirtæki fari á markað til að sigra Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona segir fyrirtækið hafa lært af úrskurðinum. „Við erum að fara í gegnum þetta ferli í fyrsta sinn. Hvað þá þessi sölumaður sem vissi ekki að hann væri að gera neitt sem væri á gráu svæði. En um leið og við fáum þetta erindi frá Dineout þá stöðvum við þetta. Á sama tíma verður mikilvæg breyta í endanlegum úrskurði að, það var ekkert samráð milli Noona og Símans um að fara í þessa sameiginlegu markaðssetningu,“ segir Kjartan Þórisson. Kjartan Þórisson.vísir/vilhelm Varðandi markmið Noona að „taka yfir“ markaðinn líkir Kjartan samkeppninni við íþróttalið sem fari í alla leiki til að sigra. „Fyrirtæki fara á markað til að sigra, að sjálsögðu. Mikilvægara er að okkar markmið er að bjóða veitingahúsum og neytendum upp á annan hagstæðan valkost.“ „Þau bera höfuð og herðar yfir alla á þessum markaði. Það má segja að veitingahús séu háð bókunum í gegnum Dineout markaðstorgið enda ekki verið neinn annar valkostur,“ segir Kjartan sem vonar að samkeppnin verði neytendum fyrir bestu. Ofbauð yfirlýsing um blóðmjólkun Noona kynnti innreið sína á bókunarmarkað þann 20. maí. Í fréttatilkynningu Noona eru bókunarfyrirtækin Dineout og Booking.com nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem þjónustuveitendur verði fljótt háðir. „Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni,“ var haft eftir Jóni Hilmari Karlssyni stjórnarformanni Noona. Þeir Jón Hilmar og Kjartan Þórisson sögðust vera að svara ákalli veitingamanna eftir samkeppni. Inga Tinna brást ókvæða við þessum yfirlýsingum. „Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið,“ sagði Inga Tinna í samtali við Vísi. Hún sagði það villandi að halda því fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann. „Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning,“ Inga Tinna sagði algjörlega valkvæmt fyrir alla sem nota borðabókunarkerfi Dinout að vera inni á markaðstorginu. Það hafi allir kosið það hingað til vegna þess að um algjöra og jákvæða byltingu sé að ræða. Samkeppnismál Veitingastaðir Tækni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Í síðustu viku komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu með bráðabirgðaákvörðun að fyrirtækið Noona hefði sennilega brotið samkeppnislög með því að reyna að ná til sín nýjum viðskipavinum með vísan til samruna Símans og Noona sem ekki hefur gengið í gegn. Þann 8. júní undirritaði Síminn kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Noona. Samkvæmt fréttatilkynningu stendur til að þróa nýjar lausnir Símans Pay inni í „vistkerfi Noona viðskiptavinum til hagsbóta“. Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona heldur áfram að vinna náið með Símanum, eins og segir í tilkynningunni. Viðskiptin voru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem starfsmenn Noona virðast ekki hafa getað beðið eftir. Samkeppnisaðilinn Dineout kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna háttsemi Noona. Í kvörtun Dineout fylgdu tölvupóstar sem starfsmenn Noona höfðu sent meðal annars á viðskiptavini Dineout. „Töluvert stærra reach en Dineout“ Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er einn slíkur póstur birtur í heild sinni. Þar segir starfsmaður Noona viðskiptavininum frá kaupum Símans. „Sem þýðir það að núna erum við í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað. Síminn er einn stærsti auglýsandi á landinu og eiga núna í kringum 96% af öllum auglýsingaskiltum á landinu því þeir keyptu fyrirtæki sem heitir Billboard. Þeir hafa heitið því að gera Noona að household nafni og blása í alla lúðra hvað það varðar,“ segir í einum tölvupósti. „Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Í öðrum tölvupósti segir starfsmaður að Noona sé þegar búið að fá til sín „þessa stóru staði“ og nefnir tvo veitingastaði en nöfn þeirra hafa verið afmáð í ákvörðuninni. Noona kynnti borðabókunarkerfi sitt til leiks í maí. „Þeir [Síminn] hafa heitið því að blása í alla lúðra og koma Noona inn á flest heimili landsins í gegnum Sjónvarp Símans. Þeir eiga í dag 96% af öllum digital auglýsingaskiltum landsins og ætla að fara all in í marketing samhliða okkar eigin herferð að kynna nýja markaðstorgið okkar. Þið gætuð heldur betur fengið að taka þátt í því og njóta góðs af því marketing stunti hjá okkur.“ Við erum í dag stærsta markaðstorg landsins með 100.000 + notendur ( 78.000 virkir og 9-12.000 sem nota það daglega ) og þar erum við með töluvert stærra reach en Dineout í dag.“ Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að með þessari háttsemi sé sennilegt að fyrirtækið hafi brotið bann við því að markaðssetja samruna áður en hann hefur gengið í gegn. Síminn og Noona skuli því tafarlaust láta af allri markaðssetningu sem felur í sér hvers kyns tilboð um viðskipti við fyrirtækin. Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout segir í samtali við fréttastofu að málið sé alvarlegt en vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Fyrirtæki fari á markað til að sigra Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona segir fyrirtækið hafa lært af úrskurðinum. „Við erum að fara í gegnum þetta ferli í fyrsta sinn. Hvað þá þessi sölumaður sem vissi ekki að hann væri að gera neitt sem væri á gráu svæði. En um leið og við fáum þetta erindi frá Dineout þá stöðvum við þetta. Á sama tíma verður mikilvæg breyta í endanlegum úrskurði að, það var ekkert samráð milli Noona og Símans um að fara í þessa sameiginlegu markaðssetningu,“ segir Kjartan Þórisson. Kjartan Þórisson.vísir/vilhelm Varðandi markmið Noona að „taka yfir“ markaðinn líkir Kjartan samkeppninni við íþróttalið sem fari í alla leiki til að sigra. „Fyrirtæki fara á markað til að sigra, að sjálsögðu. Mikilvægara er að okkar markmið er að bjóða veitingahúsum og neytendum upp á annan hagstæðan valkost.“ „Þau bera höfuð og herðar yfir alla á þessum markaði. Það má segja að veitingahús séu háð bókunum í gegnum Dineout markaðstorgið enda ekki verið neinn annar valkostur,“ segir Kjartan sem vonar að samkeppnin verði neytendum fyrir bestu. Ofbauð yfirlýsing um blóðmjólkun Noona kynnti innreið sína á bókunarmarkað þann 20. maí. Í fréttatilkynningu Noona eru bókunarfyrirtækin Dineout og Booking.com nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem þjónustuveitendur verði fljótt háðir. „Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni,“ var haft eftir Jóni Hilmari Karlssyni stjórnarformanni Noona. Þeir Jón Hilmar og Kjartan Þórisson sögðust vera að svara ákalli veitingamanna eftir samkeppni. Inga Tinna brást ókvæða við þessum yfirlýsingum. „Ég hef alltaf getað setið á mér en nú er mér gjörsamlega ofboðið,“ sagði Inga Tinna í samtali við Vísi. Hún sagði það villandi að halda því fram opinberlega að fyrirtækið sé að féfletta veitingageirann. „Ég spyr mig hvers konar viðskiptasiðferði er við líði hjá Noona ehf. sem sendir þessa fréttatilkynningu inn og finn mig knúna til þess að leiðrétta þennan fréttaflutning,“ Inga Tinna sagði algjörlega valkvæmt fyrir alla sem nota borðabókunarkerfi Dinout að vera inni á markaðstorginu. Það hafi allir kosið það hingað til vegna þess að um algjöra og jákvæða byltingu sé að ræða.
Samkeppnismál Veitingastaðir Tækni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira