„Leikur sem getur breytt lífi okkar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 11:00 Bukayo Saka og Cole Palmer fagna sigri á Hollandi í undanúrslitaleiknum. Getty/Eddie Keogh Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer átti frábæra innkomu í undanúrslitaleikinn á móti Hollandi og lagði upp sigurmarkið. Palmer hefur þurft að bíða þolinmóður á bekknum en hefur átti góða innkomu í nokkra leiki þrátt fyrir fáar mínútur. England mætir Spáni í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Palmer þarf væntanlega að sætta sig við það að byrja enn á ný á bekknum en þjálfarinn Gareth Soutgate veit vel að hann er þar með leikmann sem getur breytt leikjum. Palmer gaf stoðsendinguna á Ollie Watkins í markinu sem kom á lokamínútunni á móti Hollandi. Hann var fljótur að lesa flott hlaup framherjans inn á vítateiginn og fann hann með nákvæmri sendingu. Palmer on Watkins finish: “He did one against us at Stamford Bridge remember? I weren’t on the pitch by the way.” [Lions Den] #euro2024 #cfc 😂 pic.twitter.com/3uyQJEdyUp— CFCDaily (@CFCDaily) July 11, 2024 Palmer ræddi undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í YouTube þætti enska landsliðsins; „Lions' Den“. „Það voru allir í miklu stuði í rútunni eftir leikinn. Tónlistin var á fullu og allir voru að njóta stundarinnar,“ sagði Palmer um miðvikudagskvöldið. „Auðvitað er mjög stutt á milli leikjanna og fram undan er risa, risa leikur. Leikur sem getur breytt lífi okkar og lífi fjölskyldna okkar. Við viljum gera alla stolta,“ sagði Palmer. „Við erum komnir alla leið í úrslitaleikinn og getum vonandi klárað dæmið. Það er frábært að komast í úrslitaleikinn og það er og fínu lagi að fagna því aðeins. Þú færð ekki mörg slík móment á ferlinum. En nú vilja aftur á móti allir í liðinu gera allt til að vinna titilinn. Við viljum svo mikið vinna,“ sagði Palmer. Enska landsliðið hefur aldrei orðið Evrópumeistari og vann síðast stórmót á HM 1966 eða fyrir 58 árum síðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Puo1wDS5Us0">watch on YouTube</a> EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
England mætir Spáni í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Palmer þarf væntanlega að sætta sig við það að byrja enn á ný á bekknum en þjálfarinn Gareth Soutgate veit vel að hann er þar með leikmann sem getur breytt leikjum. Palmer gaf stoðsendinguna á Ollie Watkins í markinu sem kom á lokamínútunni á móti Hollandi. Hann var fljótur að lesa flott hlaup framherjans inn á vítateiginn og fann hann með nákvæmri sendingu. Palmer on Watkins finish: “He did one against us at Stamford Bridge remember? I weren’t on the pitch by the way.” [Lions Den] #euro2024 #cfc 😂 pic.twitter.com/3uyQJEdyUp— CFCDaily (@CFCDaily) July 11, 2024 Palmer ræddi undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í YouTube þætti enska landsliðsins; „Lions' Den“. „Það voru allir í miklu stuði í rútunni eftir leikinn. Tónlistin var á fullu og allir voru að njóta stundarinnar,“ sagði Palmer um miðvikudagskvöldið. „Auðvitað er mjög stutt á milli leikjanna og fram undan er risa, risa leikur. Leikur sem getur breytt lífi okkar og lífi fjölskyldna okkar. Við viljum gera alla stolta,“ sagði Palmer. „Við erum komnir alla leið í úrslitaleikinn og getum vonandi klárað dæmið. Það er frábært að komast í úrslitaleikinn og það er og fínu lagi að fagna því aðeins. Þú færð ekki mörg slík móment á ferlinum. En nú vilja aftur á móti allir í liðinu gera allt til að vinna titilinn. Við viljum svo mikið vinna,“ sagði Palmer. Enska landsliðið hefur aldrei orðið Evrópumeistari og vann síðast stórmót á HM 1966 eða fyrir 58 árum síðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Puo1wDS5Us0">watch on YouTube</a>
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira