Með lykilinn að því hvernig á að gera eftirhermu af Íslending Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2024 13:08 Fred Armisen. Getty Leikari þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og þáttum á borð við Anchorman, Portlandia, Wednesday, SNL, Barry og Eurotrip segir það auðvelt að gera eftirhermu af Íslendingum og að við eigum það til að tala eins og við séum að ræða leyndarmál. Hinn víðfrægi Fred Armisen er á leið til landsins en hann mun stíga á svið í Háskólabíó þann 21. september með sýninguna Comedy for musicians eða Grín fyrir tónlistarmenn. Þrátt fyrir titilinn segir Armisen að allir muni hafa gaman af sýningunni. „Ég held það því allir hafa einhvers konar samband við tónlist. “ Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan: Jós lofi yfir íslenska leikara Armisen hefur komið til Íslands þrisvar sinnum áður og segist spenntur að koma aftur. Hann gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann kom til landsins til að gera skopheimildarmynd um bæjarhátíð á Íslandi tileinkuð Al Capone fyrir þættina Documentary now! Þá vann hann með sumum af ástsælustu leikurum Íslands. Sem dæmi má nefna Nínu dögg, Sigga Sigurjóns og Hannes Óla. „Ég held ég hafi gert verkefnið sem afsökun til að vinna á Íslandi. Það er annað að fara og heimsækja en mig langaði svo mikið að gera eitthvað alvöru hérna. Íslensku leikararnir voru frábærir þeir settu sig alla í þetta. Þeir skildu grínið einstaklega vel, ekki það að grínið hafi verið eitthvað flókið. “ Eins og Íslendingar séu alltaf að segja leyndarmál Fred var um árabil einn af aðalleikurum í grínþáttunum SNL og gerði þar fjölmargar eftirhermur. Spurður hvort hann gæti gert eftirhermu af dæmigerðum Íslending svaraði hann játandi en sagðist ekki vilja gera það að svo stöddu. „Alltaf þegar Íslendingar tala við mig er það alltaf eins og það sé svona hvísl yfir öllu eða eins og það sé talað í hálfum hljóðum. Þetta er svona eins það sé eitthvað leyndarmál sem þeir vilja ekki segja þér frá en þú ert samt einhvern veginn hluti af.“ Fréttamaður reyndi að kryfja málið með Armisen og var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri að vísa í það hvernig Íslendingar eiga það til að tala á innsoginu. „Ég hugsa alltaf bara: Hvað áttu við? Er ég hluti af þessu leyndarmáli?“ Frægir á ferð Grín og gaman Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Hinn víðfrægi Fred Armisen er á leið til landsins en hann mun stíga á svið í Háskólabíó þann 21. september með sýninguna Comedy for musicians eða Grín fyrir tónlistarmenn. Þrátt fyrir titilinn segir Armisen að allir muni hafa gaman af sýningunni. „Ég held það því allir hafa einhvers konar samband við tónlist. “ Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan: Jós lofi yfir íslenska leikara Armisen hefur komið til Íslands þrisvar sinnum áður og segist spenntur að koma aftur. Hann gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann kom til landsins til að gera skopheimildarmynd um bæjarhátíð á Íslandi tileinkuð Al Capone fyrir þættina Documentary now! Þá vann hann með sumum af ástsælustu leikurum Íslands. Sem dæmi má nefna Nínu dögg, Sigga Sigurjóns og Hannes Óla. „Ég held ég hafi gert verkefnið sem afsökun til að vinna á Íslandi. Það er annað að fara og heimsækja en mig langaði svo mikið að gera eitthvað alvöru hérna. Íslensku leikararnir voru frábærir þeir settu sig alla í þetta. Þeir skildu grínið einstaklega vel, ekki það að grínið hafi verið eitthvað flókið. “ Eins og Íslendingar séu alltaf að segja leyndarmál Fred var um árabil einn af aðalleikurum í grínþáttunum SNL og gerði þar fjölmargar eftirhermur. Spurður hvort hann gæti gert eftirhermu af dæmigerðum Íslending svaraði hann játandi en sagðist ekki vilja gera það að svo stöddu. „Alltaf þegar Íslendingar tala við mig er það alltaf eins og það sé svona hvísl yfir öllu eða eins og það sé talað í hálfum hljóðum. Þetta er svona eins það sé eitthvað leyndarmál sem þeir vilja ekki segja þér frá en þú ert samt einhvern veginn hluti af.“ Fréttamaður reyndi að kryfja málið með Armisen og var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri að vísa í það hvernig Íslendingar eiga það til að tala á innsoginu. „Ég hugsa alltaf bara: Hvað áttu við? Er ég hluti af þessu leyndarmáli?“
Frægir á ferð Grín og gaman Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira