Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 12:06 Stjörnu-Sævar fór yfir spennandi rannsóknarverkefni sem má sjá á sveimi yfir Íslandi í formi loftbelgs. Vísir/Samsett Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi. Vísindi Geimurinn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira