„Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2024 19:01 Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Einar Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir Evrópuleik morgundagsins við Linfield frá Norður-Írlandi. Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti