Óréttlæti sem verði að leiðrétta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2024 09:03 Sigþór kallar eftir úbótum hjá Ríkisútvarpinu. vísir „Þetta er óréttlæti sem þarf að leiðrétta,“ segir formaður Blindrafélagsins um aðgengi blindra og sjónskertra að efni Ríkisútvarpsins. Hann segir lítið verða úr verki í Efstaleitinu þrátt fyrir fjölda fyrirspurna, bréfa og nýrra lausna. Í aðsendri grein á Vísi fjallar Sigþór U. Hallfreðsson formaður félagsins um aðgengi að efni Ríkisútvarpsins. Kveikjan að skrifum hans er umræða um útsendingar RÚV um gervihnött, sem var hætt 1. júlí og kom flatt upp á sjómenn sem höfðu treyst á útsendinguna á sjó. Menningarmálaráðherra óskaði eftir því í kjölfarið við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. „Við hjá Blindrafélaginu gleðjumst yfir því að tekið hafi verið tillit til stöðu sjómanna. Í þessu samhengi langar okkur þó að benda á að Blindrafélagið hefur sent fjölda fyrirspurna og bréfa til RÚV vegna síðunnar og appsins á þeirra vegum og lengi beðið eftir sjónlýsingum á innlendu efni, og hefur átt marga jákvæða fundi með útvarpsstjóra og öðrum stjórnendum RÚV en lítið verður þó úr verki þrátt fyrir að fjöldi nýrra lausna hafi orðið til á undanförnum árum,“ segir Sigþór. Bent hafi verið á að aðgangur að vefsíðu RÚV virki illa fyrir vefvart. Aðrar fréttaveitur séu með aðgengilegar fréttir fyrir vefvarp og því hægur leikur að bæta úr aðgenginu. „Á sama tíma hefur Blindrafélagið bent á að vefur RÚV og öpp þeirra séu ekki nægilega aðgengileg fyrir skjálesara, sem gerir það erfitt fyrir blinda og sjónskerta að nota þau.“ Sigþór segir frá sérstakri Sjónlýsingarviku sem haldin hafi verið í október, þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, var knúinn til að svara um hvenær væri von á sjónlýsingum. „Okkur hafa enn ekki borist svör en viljum vera bjartsýn á að geta fengið að fylgjast með næstu þáttaröð Aftureldingar og annars íslensks gæðaefnis RÚV og fá að taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu um menningar- og dægurmál. Brýnt sé að RÚV taki aðgengismál alvarlega og geri raunverulegar úrbætur. „Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda, heldur einnig spurning um réttlæti og samfélagslega ábyrgð. Við vonumst til að sjá raunverulegar úrbætur á þessu sviði og hlökkum til þess dags þegar allir, óháð staðsetningu eða fötlun, geta notið þess sem RÚV hefur upp á að bjóða. Við hjá Blindrafélaginu erum tilbúin til samstarfs.“ Ríkisútvarpið Málefni fatlaðs fólks Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi fjallar Sigþór U. Hallfreðsson formaður félagsins um aðgengi að efni Ríkisútvarpsins. Kveikjan að skrifum hans er umræða um útsendingar RÚV um gervihnött, sem var hætt 1. júlí og kom flatt upp á sjómenn sem höfðu treyst á útsendinguna á sjó. Menningarmálaráðherra óskaði eftir því í kjölfarið við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. „Við hjá Blindrafélaginu gleðjumst yfir því að tekið hafi verið tillit til stöðu sjómanna. Í þessu samhengi langar okkur þó að benda á að Blindrafélagið hefur sent fjölda fyrirspurna og bréfa til RÚV vegna síðunnar og appsins á þeirra vegum og lengi beðið eftir sjónlýsingum á innlendu efni, og hefur átt marga jákvæða fundi með útvarpsstjóra og öðrum stjórnendum RÚV en lítið verður þó úr verki þrátt fyrir að fjöldi nýrra lausna hafi orðið til á undanförnum árum,“ segir Sigþór. Bent hafi verið á að aðgangur að vefsíðu RÚV virki illa fyrir vefvart. Aðrar fréttaveitur séu með aðgengilegar fréttir fyrir vefvarp og því hægur leikur að bæta úr aðgenginu. „Á sama tíma hefur Blindrafélagið bent á að vefur RÚV og öpp þeirra séu ekki nægilega aðgengileg fyrir skjálesara, sem gerir það erfitt fyrir blinda og sjónskerta að nota þau.“ Sigþór segir frá sérstakri Sjónlýsingarviku sem haldin hafi verið í október, þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, var knúinn til að svara um hvenær væri von á sjónlýsingum. „Okkur hafa enn ekki borist svör en viljum vera bjartsýn á að geta fengið að fylgjast með næstu þáttaröð Aftureldingar og annars íslensks gæðaefnis RÚV og fá að taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu um menningar- og dægurmál. Brýnt sé að RÚV taki aðgengismál alvarlega og geri raunverulegar úrbætur. „Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda, heldur einnig spurning um réttlæti og samfélagslega ábyrgð. Við vonumst til að sjá raunverulegar úrbætur á þessu sviði og hlökkum til þess dags þegar allir, óháð staðsetningu eða fötlun, geta notið þess sem RÚV hefur upp á að bjóða. Við hjá Blindrafélaginu erum tilbúin til samstarfs.“
Ríkisútvarpið Málefni fatlaðs fólks Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira