Írsk kona ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í Dubai Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 07:49 Towey varð fyrir hrottalegri árás í Dubai. Detained in Dubai Ung írsk kona hefur verið ákærð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir tilraun til sjálfsvígs. Stjórnvöld á Írlandi hyggjast beita sér fyrir lausn hennar. Atvik eru nokkuð á reiki en samkvæmt umfjöllun erlendra miðla segir Tori Toway, 28 ára, að tilraunin hafi verið örvæntingafullt viðbragð í kjölfar heimilisofbeldis. Towey, sem fluttist til Sameinuðu arabísku furstadæmana árið 2023 til að starfa sem flugþjónn, virðist hafa orðið fyrir ofbeldisfullri árás en var í kjölfarið flutt á lögreglustöð þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til sjálfsvígs og fyrir að hafa neytt áfengis. Samtökin Detained in Dubai hafa deilt myndum af áverkum Towey. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, greindi frá málinu á írska þinginu í gær og sagði að Towey hefði verið meinað að yfirgefa landið. Forsætisráðherrann Simon Harris sagðist ekki hafa verið meðvitaður um málið en hann myndi tafarlaust grípa til aðgerða. Utanríkisráðuneytið sagði í samtali við Sky News að málið hefði komið þar inn á borð og verið væri að veita aðstoð vegna þess. Radha Stirling, framkvæmdastjóri Detained in Dubai, segir samtökin veita fjölskyldunni stuðning og hafa kallað eftir því að málið verði látið niður falla og Towey fái að snúa heim til Írlands. Um sé að ræða harmleik og Towey sé heppin að vera enn á lífi. Þá sakar Stirling stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um tvískinnung en á sama tíma og verið sé að auglýsa að áfengisneysla sé ekki lengur ólögleg sé enn verið að ákæra fólk fyrir að fá sér í glas. Írland Jafnréttismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Sjá meira
Atvik eru nokkuð á reiki en samkvæmt umfjöllun erlendra miðla segir Tori Toway, 28 ára, að tilraunin hafi verið örvæntingafullt viðbragð í kjölfar heimilisofbeldis. Towey, sem fluttist til Sameinuðu arabísku furstadæmana árið 2023 til að starfa sem flugþjónn, virðist hafa orðið fyrir ofbeldisfullri árás en var í kjölfarið flutt á lögreglustöð þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til sjálfsvígs og fyrir að hafa neytt áfengis. Samtökin Detained in Dubai hafa deilt myndum af áverkum Towey. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, greindi frá málinu á írska þinginu í gær og sagði að Towey hefði verið meinað að yfirgefa landið. Forsætisráðherrann Simon Harris sagðist ekki hafa verið meðvitaður um málið en hann myndi tafarlaust grípa til aðgerða. Utanríkisráðuneytið sagði í samtali við Sky News að málið hefði komið þar inn á borð og verið væri að veita aðstoð vegna þess. Radha Stirling, framkvæmdastjóri Detained in Dubai, segir samtökin veita fjölskyldunni stuðning og hafa kallað eftir því að málið verði látið niður falla og Towey fái að snúa heim til Írlands. Um sé að ræða harmleik og Towey sé heppin að vera enn á lífi. Þá sakar Stirling stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um tvískinnung en á sama tíma og verið sé að auglýsa að áfengisneysla sé ekki lengur ólögleg sé enn verið að ákæra fólk fyrir að fá sér í glas.
Írland Jafnréttismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Sjá meira