Öryggisvörður tæklaði Morata eftir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 22:15 Álvaro Morata heldur um hnéð eftir tæklingu öryggisvarðarins. getty/Alex Grimm Þrátt fyrir að Spánverjar séu komnir í úrslit EM hefur Álvaro Morata, fyrirliði þeirra, ekki átt sjö dagana sæla í Þýskalandi. Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Þegar Spánverjar fögnuðu sigrinum eftir leikinn reyndi áhorfandi að komast í átt að leikmönnunum. Öryggisverðir stukku til og reyndu að stöðva manninn. Einn þeirra rann reyndar á grasinu og á Morata. Spænski fyrirliðinn hélt um hnéið eftir þessa óvæntu tæklingu. Vonandi fyrir Morata og Spánverja eru meiðslin ekki alvarleg því framundan er úrslitaleikur á EM á sunnudaginn. Öryggisvörðurinn tæklar Morata.getty/Alex Grimm Morata hefur verið ósáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið á mótinu og gefið í skyn að hann gæti hætt í landsliðinu eftir EM. Þá sagði hann að honum hafi liðið betur þegar hann lék ekki á Spáni en Morata er leikmaður Atlético Madrid. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og afleitur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, tók til varna fyrir sinn mann og sagði gagnrýnina á hann fáránlega. Morata skoraði fyrsta mark Spánverja á EM, eftir 29 mínútur í 3-0 sigrinum á Króötum en hefur ekki skorað síðan. Hann er þó langmarkahæstur í spænska hópnum en hann hefur gert 36 mörk í 79 landsleikjum. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Sjá meira
Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Þegar Spánverjar fögnuðu sigrinum eftir leikinn reyndi áhorfandi að komast í átt að leikmönnunum. Öryggisverðir stukku til og reyndu að stöðva manninn. Einn þeirra rann reyndar á grasinu og á Morata. Spænski fyrirliðinn hélt um hnéið eftir þessa óvæntu tæklingu. Vonandi fyrir Morata og Spánverja eru meiðslin ekki alvarleg því framundan er úrslitaleikur á EM á sunnudaginn. Öryggisvörðurinn tæklar Morata.getty/Alex Grimm Morata hefur verið ósáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið á mótinu og gefið í skyn að hann gæti hætt í landsliðinu eftir EM. Þá sagði hann að honum hafi liðið betur þegar hann lék ekki á Spáni en Morata er leikmaður Atlético Madrid. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og afleitur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, tók til varna fyrir sinn mann og sagði gagnrýnina á hann fáránlega. Morata skoraði fyrsta mark Spánverja á EM, eftir 29 mínútur í 3-0 sigrinum á Króötum en hefur ekki skorað síðan. Hann er þó langmarkahæstur í spænska hópnum en hann hefur gert 36 mörk í 79 landsleikjum.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Sjá meira
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15
Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti