Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 23:01 Lamine Yamal fagnar marki sínu gegn Frakklandi. getty/Halil Sagirkaya Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig Frakka og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór í stöngina og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Randal Kolo Muani hafði komið Frökkum yfir á 5. mínútu. Mark Yamals var sögulegt en hann er nú yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Yamals skoraði Dani Olmo sigurmark Spánverja. Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Jules Koundé en var svo fært yfir á Olmo sem hefur nú skorað þrjú mörk á EM. Mörkin úr leiknum á Allianz Arena í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum 🇫🇷 pic.twitter.com/RqjEuiStHF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Ungstirnið Lamine Yamal jafnaði metin með þessu stórkostlega langskoti. Þetta geta ekki margir 16 ára strákar í undanúrslitum EM 🚀 pic.twitter.com/uBSIdNB1LI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Dani Olmo kom Spánverjum yfir eftir frábæra hreyfingu. Jules Koundé reyndi að komast fyrir skotið en boltinn fór af honum og inn 🇪🇸 pic.twitter.com/OoIeWsicuq— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Spánn hefur unnið alla sex leiki sína á EM, skorað þrettán mörk í þeim og aðeins fengið á sig þrjú. Það kemur í ljós á morgun hvort England eða Holland verður andstæðingur Spánar í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig Frakka og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór í stöngina og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Randal Kolo Muani hafði komið Frökkum yfir á 5. mínútu. Mark Yamals var sögulegt en hann er nú yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Yamals skoraði Dani Olmo sigurmark Spánverja. Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Jules Koundé en var svo fært yfir á Olmo sem hefur nú skorað þrjú mörk á EM. Mörkin úr leiknum á Allianz Arena í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum 🇫🇷 pic.twitter.com/RqjEuiStHF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Ungstirnið Lamine Yamal jafnaði metin með þessu stórkostlega langskoti. Þetta geta ekki margir 16 ára strákar í undanúrslitum EM 🚀 pic.twitter.com/uBSIdNB1LI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Dani Olmo kom Spánverjum yfir eftir frábæra hreyfingu. Jules Koundé reyndi að komast fyrir skotið en boltinn fór af honum og inn 🇪🇸 pic.twitter.com/OoIeWsicuq— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Spánn hefur unnið alla sex leiki sína á EM, skorað þrettán mörk í þeim og aðeins fengið á sig þrjú. Það kemur í ljós á morgun hvort England eða Holland verður andstæðingur Spánar í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15