Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 23:01 Lamine Yamal fagnar marki sínu gegn Frakklandi. getty/Halil Sagirkaya Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig Frakka og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór í stöngina og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Randal Kolo Muani hafði komið Frökkum yfir á 5. mínútu. Mark Yamals var sögulegt en hann er nú yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Yamals skoraði Dani Olmo sigurmark Spánverja. Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Jules Koundé en var svo fært yfir á Olmo sem hefur nú skorað þrjú mörk á EM. Mörkin úr leiknum á Allianz Arena í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum 🇫🇷 pic.twitter.com/RqjEuiStHF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Ungstirnið Lamine Yamal jafnaði metin með þessu stórkostlega langskoti. Þetta geta ekki margir 16 ára strákar í undanúrslitum EM 🚀 pic.twitter.com/uBSIdNB1LI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Dani Olmo kom Spánverjum yfir eftir frábæra hreyfingu. Jules Koundé reyndi að komast fyrir skotið en boltinn fór af honum og inn 🇪🇸 pic.twitter.com/OoIeWsicuq— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Spánn hefur unnið alla sex leiki sína á EM, skorað þrettán mörk í þeim og aðeins fengið á sig þrjú. Það kemur í ljós á morgun hvort England eða Holland verður andstæðingur Spánar í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig Frakka og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór í stöngina og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Randal Kolo Muani hafði komið Frökkum yfir á 5. mínútu. Mark Yamals var sögulegt en hann er nú yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Yamals skoraði Dani Olmo sigurmark Spánverja. Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Jules Koundé en var svo fært yfir á Olmo sem hefur nú skorað þrjú mörk á EM. Mörkin úr leiknum á Allianz Arena í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum 🇫🇷 pic.twitter.com/RqjEuiStHF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Ungstirnið Lamine Yamal jafnaði metin með þessu stórkostlega langskoti. Þetta geta ekki margir 16 ára strákar í undanúrslitum EM 🚀 pic.twitter.com/uBSIdNB1LI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Dani Olmo kom Spánverjum yfir eftir frábæra hreyfingu. Jules Koundé reyndi að komast fyrir skotið en boltinn fór af honum og inn 🇪🇸 pic.twitter.com/OoIeWsicuq— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Spánn hefur unnið alla sex leiki sína á EM, skorað þrettán mörk í þeim og aðeins fengið á sig þrjú. Það kemur í ljós á morgun hvort England eða Holland verður andstæðingur Spánar í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15