Vaxandi vanskil merki um víðtækari vanda framundan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 22:07 Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vísir/Einar Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan. Forstjóri segir þetta merki um að nú séu langvarandi verðbólga og háir vextir farnir að segja til sín. Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira