Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 21:07 Að minnsta kosti 125 eru særðir eftir sprengingarnar. EPA/Vladyslav Musiienko Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26
Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07