Þjóðfylking Le Pen gengur til liðs við jaðarhægri fylkingu Orbán Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 19:05 Leiðtogar flokkanna tveggja á ráðstefnu jaðarhægri leiðtoga álfunnar um árið. EPA/Marcin Obara Þjóðfylking Marine Le Pen hefur gengið til liðs við flokk Viktors Orbán, forsætisráðherrans ungverska, og hafa þau myndað nýtt bandalag jaðarhægri flokka á Evrópuþinginu. Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu. Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu.
Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira