Dýralæknisfræðin eru tiltölulega ný Matthildur Björnsdóttir skrifar 8. júlí 2024 10:01 Svo hvernig mun það breyta heilavírun dýranna? Ég hef horft á svo marga dýralæknisþætti sem eru bæði teknir upp hér í Ástralíu og í Bretlandi. Það er hreinlega unaðslegt að vitna dýralækna með dýrunum. Tilfinningarnar og væntum-þykjuna um dýrin eru svo hjartavermandi að stundum fæ ég tár í augun, af því að ég vil ekki að til dæmis Kóalar og önnur dýr sem eru bara hér, eða hvar sem er í heiminum deyji út vegna steinsteypu væðingar sem eyðileggur híbýli þeirra. Stundum hef ég óskað þess að læknar mannkyns hefðu sömu nálgun með mannverur og dýralæknar hafa við þau. Að þeir loki ekki huglægum dyrum með að neita að skoða það sem sjúklingurinn kemur með. Reynsla sem of margar konur hafa neyðst til að þola. Karlar hafa ábyggilega líka lent í því, en kannski ekki eins mikið. Vera sem kann þó að tala. Hegðun og viðhorf sem ótal einstaklingar hafa upplifað og það stundum með slæmum afleiðingum. Dýralæknisfræðin fyrir gæludýr og dýrin í náttúrunni eru víst tiltölulega ný. En dýralæknar voru víst til fyrir búfé löngu fyrir þann tíma. Svo velti að ég fyrir mér, hvernig dýrin læri um lífið niður kynslóðir eins og mannverur eru að gera. Hvernig breytir það innri veruleika heilabús dýrs að fá dýralækni til að laga vandamál sitt, þegar ekkert slíkt var falt þeim um aldir? Þá er ég að tala um það sem fer í mannverur við erfiða reynslu inn í taugakerfin framhjá heilanum. Heilabú dýra eru auðvitað öðruvísi, en samt myndu verkir og slæm reynsla fara inn í þau og taugakerfi þeirra. Það hefur komið fram hér um hunda sem hafa ekki fengið rétt uppeldi og haga sér þá ekki samkvæmt reglum eða þeir hafa orðið fyrir sjokki eins og í húsbrunum og skógareldum eins og ég sá sögu um í dag á sjónvarpinu og Harry var að vinna með. Hvernig gæti þessi hjálp við dýrin verið að víra heilabú þeirra. Og þá afkomendur þeirra niður línuna? Myndi verða til hugsun og drif eða einhver tegund vísbendingar um sársauka, eins og til dæmis í gæludýrum við eigendur til að reyna að leita að hjálp við verkjum? Þegar blessuð dýrin voru um aldir bara vön að deyja þar sem þau voru, þegar og ef þau enduðu með vandamál í líkamanum eins og krabbamein eða aðra sjúkdóma og fatlanir. Uppskurðir myndu vera alger nýjung í vitund þeirra. Nú á tímum lenda ansi mörg dýr á skurðar-borðum dýralækna. Bæði þeirra með eigin stofu og svo í dýragörðum. Alla vega hér í Ástralíu og Bretlandi. Það hafa engir slíkir þættir komið frá öðrum löndum, svo að ég veit ekki neitt um stöðuna annarsstaðar. En í dýragörðum hér og hjá dýralæknum með eigin stofu eru skurðstofur með öll sömu tæki og eru fyrir okkur mannverur. Það er líka einstætt að sjá það í augum sumra dýra og viðbrögðum þeirra við tjáskipti þeirra sem vinna með þau, að þau vita að það er verið að hjálpa þeim. Það er auðvitað þó nokkur munur á að höndla ljón, tígrisdýr, hýenur eða önnur hættuleg dýr þegar þarf að skera þau upp, eða taka úr þeim skemmdar tennur og kyrtla. En að gera það við mannverur. Þá eru það lið tíu til tuttugu einstaklinga að sjá um allt sem fylgir. Og færa þau svo í sérstakan bás áður en þau vakna, svo að allir séu öryggir. En gæludýr og dýr eins og Kóalar og Kengúrur fara í litla bása hjá dýralæknum á meðan þau vakna eftir svæfingu og fá aðhlynningu, en fara svo í endurhæfingu sem dýragarðar hafa. Látum okkur svo leika okkur með þá hugmynd að dýrin gætu líka fengið framtíðar sýn hið innra og séð það fyrir sér, að í vandræðum með að fæða yrðu börn þeirra tekin út úr opi eftir skurð með því sem við köllum keisaraskurð. Það myndi hafa verið kölluð bylting í veruleikamynd dýra, ef eitthvert þeirra myndi hafa fengið snef af því hið innra að afkvæmum þeirra yrði bjargað á þann hátt í stað þess að kvendýr og afkvæmi dæju öll saman. Ég hef séð ótal keisaraskurði gerða á kindum, kúm, hestum, svínum, hundum, og köttum. En er ekki viss um önnur dýr. Það gerist þegar eigendur sjá að dýrið á erfitt með að fæða, og það eru kannski tíu eða fleiri afkvæmi að reyna að komast í heiminn. Dýralæknarnir hafa alltaf nokkra til að aðstoða ungviðið með því að nudda og hrista lífi í þau. Kindur, kýr, svín og hestar eru skorin standandi með smá deyfingu og eru kálfarnir, lömbin og folöld tekin út á hlið kvendýrsins. Ég hef þó ekki séð allra stærstu dýrin eins og til dæmis Gíraffa á neinum skurðborðum. Svo að, ef slíks er þörf er það gert úti í náttúrunni með þau færanlegu tæki sem nú eru föl. VÆRU HEILABÚ DÝRA EKKI LÍKA AÐ ENDURVÍRAST EINS OG OKKAR HAFA GERT Það myndi kannski vera hægt að skanna heilabú dýra í dag til að sjá hvort það séu að verða breytingar í heilavírun þeirra eftir þessi ár sem sú þjónusta hefur verið til staðar. Og alla vega þó nokkuð af dýrum í borgum og dýragörðum hafa upplifað. Það sést oft að dýr náttúrunnar fara að færa sig inn í borgir. Veruleiki sem er ekki alltaf til ánægju fyrir borgarbúa, né rétt fyrir þau dýr. En gerist vegna frekju mannvera sem ræna þau heimilum sínum. Hvað segja þau sjálfum sér um það, muna þau eða vita að lífið hafði verið öðruvísi fyrir löngu? SVO ERU HUNDAR LÍKA HEILARAR Á SINN VÍÐÁTTUMIKLA HÁTT Það kom fram í þætti á ABC með Tony Armstrong og fleirum að hundar eru notaðir vegna síns einstaka lyktarskyns eiginleika sem er mun betra en í okkur mannverum. Þeir eru notaðir til að finna lykt af efnum í lyf. Þeir eru einnig mikið notaðir í að koma í veg fyrir að dóp komist í notkun, og að finna eitt og annað sem gæti skaðað umhverfi landsins sem það er tekið til. Svo hafði hundur konu fundið eitthvað í líkama hennar sem hann gaf henni merki um sem sendi hana til læknis sem reyndist vera krabbameins æxli. Ég var alltaf hrædd við hunda sem barn og unglingur, og hef aldrei átt gæludýr. En upplifði skemmtilega innsýn í kött sem ég sagði frá í fyrri grein um dýrin. Svo var ég ljósmóðir fyrir lömb á sveitabæ á Íslandi um árið. Vitnun á ferli fæðinga lamba var reynsla sem ég skildi að ég hefði haft í fyrra lífi, af því að það kom svo eðlilega til mín að sinna því. En ég ekki gert það áður í þessu lífi. Ég fylgist með dýra lífs þáttum í þeim tilgangi að víkka sjóndeildarhringinn og læra um eiginleika þessara dýra. Þau eru auðvitað svo mikið fleiri en hægt er að koma að í grein. Það myndi hafa kostað mikið að gera þessar rannsóknir til að finna allt út um lyktarskyn þeirra, og hvernig þeir sjá heiminn á annan hátt með bara tveim megin litum. Hér er mikið talað um mikilvægi gæludýra fyrir ýmis atriði í heilsu mannvera. Þær rannsóknir sem talað var um í þessum þætti, og sýnt um það sem verið var að gera á hundum og þeirra einstöku eiginleikum. Eiginleika sem mannverur hafa ekki í líkömum sínum. Eins og til dæmis þetta með lykt er athyglisvert. Það virkar sem að skaparinn hafi sett það þannig upp fyrir þá. Þeir að koma upp um allskonar glæpi með lyktarskyni sínu og sérkennilegri sýn. Svo eru það allir hinir eiginleikarnir eins og að geta verið þjálfaðir til að hjálpa fólki með sína ýmsu fötlun. Eins og fyrir blinda og þá sem hafa aðrar fatlanir eins og til dæmis að rétta símann til eiganda, taka þvott út úr þvottavél og svo framvegis. Aðstoð, sem er magnað að sjá þá gera. Þeir sinna líka þeim sem hafa áfallastreitu eftir að vera í hernum, og frá hvaða annarri reynslu sem skapar þá streitu. Þeir sinna því sem þeim er kennt og þjálfaðir til með lyktarskyni sínu og öðrum eiginleikum. Fyrir slatta af árum síðan var kona í lífi okkar sem átti hund sem var orðinn nokkuð gamall. Hún var að fara í ferðalag til annars lands án hans. Af einhverjum ástæðum fékk ég þetta skilaboð til hennar, sem var að hann gæti hafa dáið af hjarta áfalli þegar hún kæmi heim . Hún notaði það skilaboð til að taka hann til dýralæknis. Hann var á lífi þegar hún kom heim. Hún naut hans um tíma og gat verið með honum til enda. Ég verð svo að bæta sætri sögu við um ungan dreng í Ameríku sem þau á David Muir fréttum sýndu: Hann var bara sex ára þegar hann fékk þá löngun að styrkja dýralækna sem þurftu stuðning. Hann vildi að dýrin gætu fengið læknishjálp. Hann bjó til sítrónudrykk og seldi. Hann er átta ára núna og hefur svo haldið áfram og salan komin upp í meira en tuttugu þúsund dollara. Hann mun greinilega ætla að halda því áfram inn í framtíðina. FUGLAR FÁ LÍKA TÍMA HJÁ DÝRALÆKNUM Svo eru það einstaklingar á ferð um götur og garða sem finna stundum fugla í vandræðum og taka þá til dýralæknis. Þar er þeim sinnt, kannski skorin upp, eitthvað sett í augun eða annað gert sem þarf til að bæta líðan þeirra og hæfni til að vera frjáls þarna úti. Oft eru það líka vængir sem hafa brotnað. Þá er það lagað eins vel og hægt er. Eftir það fara þeir til einstaklinga sem hafa stór innbyggð svæði sem eru endurhæfingarsvæði fyrir fugla þangað til að þeir eru færir um að fljúga og sjá um sig úti í hinum stærri heim. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Svo hvernig mun það breyta heilavírun dýranna? Ég hef horft á svo marga dýralæknisþætti sem eru bæði teknir upp hér í Ástralíu og í Bretlandi. Það er hreinlega unaðslegt að vitna dýralækna með dýrunum. Tilfinningarnar og væntum-þykjuna um dýrin eru svo hjartavermandi að stundum fæ ég tár í augun, af því að ég vil ekki að til dæmis Kóalar og önnur dýr sem eru bara hér, eða hvar sem er í heiminum deyji út vegna steinsteypu væðingar sem eyðileggur híbýli þeirra. Stundum hef ég óskað þess að læknar mannkyns hefðu sömu nálgun með mannverur og dýralæknar hafa við þau. Að þeir loki ekki huglægum dyrum með að neita að skoða það sem sjúklingurinn kemur með. Reynsla sem of margar konur hafa neyðst til að þola. Karlar hafa ábyggilega líka lent í því, en kannski ekki eins mikið. Vera sem kann þó að tala. Hegðun og viðhorf sem ótal einstaklingar hafa upplifað og það stundum með slæmum afleiðingum. Dýralæknisfræðin fyrir gæludýr og dýrin í náttúrunni eru víst tiltölulega ný. En dýralæknar voru víst til fyrir búfé löngu fyrir þann tíma. Svo velti að ég fyrir mér, hvernig dýrin læri um lífið niður kynslóðir eins og mannverur eru að gera. Hvernig breytir það innri veruleika heilabús dýrs að fá dýralækni til að laga vandamál sitt, þegar ekkert slíkt var falt þeim um aldir? Þá er ég að tala um það sem fer í mannverur við erfiða reynslu inn í taugakerfin framhjá heilanum. Heilabú dýra eru auðvitað öðruvísi, en samt myndu verkir og slæm reynsla fara inn í þau og taugakerfi þeirra. Það hefur komið fram hér um hunda sem hafa ekki fengið rétt uppeldi og haga sér þá ekki samkvæmt reglum eða þeir hafa orðið fyrir sjokki eins og í húsbrunum og skógareldum eins og ég sá sögu um í dag á sjónvarpinu og Harry var að vinna með. Hvernig gæti þessi hjálp við dýrin verið að víra heilabú þeirra. Og þá afkomendur þeirra niður línuna? Myndi verða til hugsun og drif eða einhver tegund vísbendingar um sársauka, eins og til dæmis í gæludýrum við eigendur til að reyna að leita að hjálp við verkjum? Þegar blessuð dýrin voru um aldir bara vön að deyja þar sem þau voru, þegar og ef þau enduðu með vandamál í líkamanum eins og krabbamein eða aðra sjúkdóma og fatlanir. Uppskurðir myndu vera alger nýjung í vitund þeirra. Nú á tímum lenda ansi mörg dýr á skurðar-borðum dýralækna. Bæði þeirra með eigin stofu og svo í dýragörðum. Alla vega hér í Ástralíu og Bretlandi. Það hafa engir slíkir þættir komið frá öðrum löndum, svo að ég veit ekki neitt um stöðuna annarsstaðar. En í dýragörðum hér og hjá dýralæknum með eigin stofu eru skurðstofur með öll sömu tæki og eru fyrir okkur mannverur. Það er líka einstætt að sjá það í augum sumra dýra og viðbrögðum þeirra við tjáskipti þeirra sem vinna með þau, að þau vita að það er verið að hjálpa þeim. Það er auðvitað þó nokkur munur á að höndla ljón, tígrisdýr, hýenur eða önnur hættuleg dýr þegar þarf að skera þau upp, eða taka úr þeim skemmdar tennur og kyrtla. En að gera það við mannverur. Þá eru það lið tíu til tuttugu einstaklinga að sjá um allt sem fylgir. Og færa þau svo í sérstakan bás áður en þau vakna, svo að allir séu öryggir. En gæludýr og dýr eins og Kóalar og Kengúrur fara í litla bása hjá dýralæknum á meðan þau vakna eftir svæfingu og fá aðhlynningu, en fara svo í endurhæfingu sem dýragarðar hafa. Látum okkur svo leika okkur með þá hugmynd að dýrin gætu líka fengið framtíðar sýn hið innra og séð það fyrir sér, að í vandræðum með að fæða yrðu börn þeirra tekin út úr opi eftir skurð með því sem við köllum keisaraskurð. Það myndi hafa verið kölluð bylting í veruleikamynd dýra, ef eitthvert þeirra myndi hafa fengið snef af því hið innra að afkvæmum þeirra yrði bjargað á þann hátt í stað þess að kvendýr og afkvæmi dæju öll saman. Ég hef séð ótal keisaraskurði gerða á kindum, kúm, hestum, svínum, hundum, og köttum. En er ekki viss um önnur dýr. Það gerist þegar eigendur sjá að dýrið á erfitt með að fæða, og það eru kannski tíu eða fleiri afkvæmi að reyna að komast í heiminn. Dýralæknarnir hafa alltaf nokkra til að aðstoða ungviðið með því að nudda og hrista lífi í þau. Kindur, kýr, svín og hestar eru skorin standandi með smá deyfingu og eru kálfarnir, lömbin og folöld tekin út á hlið kvendýrsins. Ég hef þó ekki séð allra stærstu dýrin eins og til dæmis Gíraffa á neinum skurðborðum. Svo að, ef slíks er þörf er það gert úti í náttúrunni með þau færanlegu tæki sem nú eru föl. VÆRU HEILABÚ DÝRA EKKI LÍKA AÐ ENDURVÍRAST EINS OG OKKAR HAFA GERT Það myndi kannski vera hægt að skanna heilabú dýra í dag til að sjá hvort það séu að verða breytingar í heilavírun þeirra eftir þessi ár sem sú þjónusta hefur verið til staðar. Og alla vega þó nokkuð af dýrum í borgum og dýragörðum hafa upplifað. Það sést oft að dýr náttúrunnar fara að færa sig inn í borgir. Veruleiki sem er ekki alltaf til ánægju fyrir borgarbúa, né rétt fyrir þau dýr. En gerist vegna frekju mannvera sem ræna þau heimilum sínum. Hvað segja þau sjálfum sér um það, muna þau eða vita að lífið hafði verið öðruvísi fyrir löngu? SVO ERU HUNDAR LÍKA HEILARAR Á SINN VÍÐÁTTUMIKLA HÁTT Það kom fram í þætti á ABC með Tony Armstrong og fleirum að hundar eru notaðir vegna síns einstaka lyktarskyns eiginleika sem er mun betra en í okkur mannverum. Þeir eru notaðir til að finna lykt af efnum í lyf. Þeir eru einnig mikið notaðir í að koma í veg fyrir að dóp komist í notkun, og að finna eitt og annað sem gæti skaðað umhverfi landsins sem það er tekið til. Svo hafði hundur konu fundið eitthvað í líkama hennar sem hann gaf henni merki um sem sendi hana til læknis sem reyndist vera krabbameins æxli. Ég var alltaf hrædd við hunda sem barn og unglingur, og hef aldrei átt gæludýr. En upplifði skemmtilega innsýn í kött sem ég sagði frá í fyrri grein um dýrin. Svo var ég ljósmóðir fyrir lömb á sveitabæ á Íslandi um árið. Vitnun á ferli fæðinga lamba var reynsla sem ég skildi að ég hefði haft í fyrra lífi, af því að það kom svo eðlilega til mín að sinna því. En ég ekki gert það áður í þessu lífi. Ég fylgist með dýra lífs þáttum í þeim tilgangi að víkka sjóndeildarhringinn og læra um eiginleika þessara dýra. Þau eru auðvitað svo mikið fleiri en hægt er að koma að í grein. Það myndi hafa kostað mikið að gera þessar rannsóknir til að finna allt út um lyktarskyn þeirra, og hvernig þeir sjá heiminn á annan hátt með bara tveim megin litum. Hér er mikið talað um mikilvægi gæludýra fyrir ýmis atriði í heilsu mannvera. Þær rannsóknir sem talað var um í þessum þætti, og sýnt um það sem verið var að gera á hundum og þeirra einstöku eiginleikum. Eiginleika sem mannverur hafa ekki í líkömum sínum. Eins og til dæmis þetta með lykt er athyglisvert. Það virkar sem að skaparinn hafi sett það þannig upp fyrir þá. Þeir að koma upp um allskonar glæpi með lyktarskyni sínu og sérkennilegri sýn. Svo eru það allir hinir eiginleikarnir eins og að geta verið þjálfaðir til að hjálpa fólki með sína ýmsu fötlun. Eins og fyrir blinda og þá sem hafa aðrar fatlanir eins og til dæmis að rétta símann til eiganda, taka þvott út úr þvottavél og svo framvegis. Aðstoð, sem er magnað að sjá þá gera. Þeir sinna líka þeim sem hafa áfallastreitu eftir að vera í hernum, og frá hvaða annarri reynslu sem skapar þá streitu. Þeir sinna því sem þeim er kennt og þjálfaðir til með lyktarskyni sínu og öðrum eiginleikum. Fyrir slatta af árum síðan var kona í lífi okkar sem átti hund sem var orðinn nokkuð gamall. Hún var að fara í ferðalag til annars lands án hans. Af einhverjum ástæðum fékk ég þetta skilaboð til hennar, sem var að hann gæti hafa dáið af hjarta áfalli þegar hún kæmi heim . Hún notaði það skilaboð til að taka hann til dýralæknis. Hann var á lífi þegar hún kom heim. Hún naut hans um tíma og gat verið með honum til enda. Ég verð svo að bæta sætri sögu við um ungan dreng í Ameríku sem þau á David Muir fréttum sýndu: Hann var bara sex ára þegar hann fékk þá löngun að styrkja dýralækna sem þurftu stuðning. Hann vildi að dýrin gætu fengið læknishjálp. Hann bjó til sítrónudrykk og seldi. Hann er átta ára núna og hefur svo haldið áfram og salan komin upp í meira en tuttugu þúsund dollara. Hann mun greinilega ætla að halda því áfram inn í framtíðina. FUGLAR FÁ LÍKA TÍMA HJÁ DÝRALÆKNUM Svo eru það einstaklingar á ferð um götur og garða sem finna stundum fugla í vandræðum og taka þá til dýralæknis. Þar er þeim sinnt, kannski skorin upp, eitthvað sett í augun eða annað gert sem þarf til að bæta líðan þeirra og hæfni til að vera frjáls þarna úti. Oft eru það líka vængir sem hafa brotnað. Þá er það lagað eins vel og hægt er. Eftir það fara þeir til einstaklinga sem hafa stór innbyggð svæði sem eru endurhæfingarsvæði fyrir fugla þangað til að þeir eru færir um að fljúga og sjá um sig úti í hinum stærri heim. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun