Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Guðmundur Guðmundsson er í dag þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia Vísir/Vilhelm Enn þann dag í dag er Guðmundi Guðmundssyni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska landsliðinu í handbolta árið 2016. Hann segir Íslendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma. Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“ Danski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“
Danski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira