Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 10:00 Cristiano Ronaldo grét sáran eftir að hann klúðraði víti sínu en náði aftur tökum á sér og nýtti mikilvægt víti í vítakeppninni. Getty/Robbie Jay Barratt Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. Ronaldo náði ekki að skora sitt fyrsta mark á Evrópumótinu en hann kom engu að síður mikið við sögu. Hann fékk frábært tækifæri í framlengingunni en klikkaði þá á vítaspyrnu. Hann bætti síðan fyrir það með því að skora úr fyrstu vítaspyrnu Portúgala í vítakeppninni. Ronaldo er 39 ára gamall og spilaði allar 120 mínútur leiksins. Hann fékk smá hvíld í leiknum við Georgíu en annars hefur hann verið allan tímann inn á vellinum hjá Portúgölum. Það er því athyglisvert að skoða hvernig hjartsláttur hans var á þessum æsispennandi lokamínútum á mánudagskvöldið. Ronaldo er í samstarfi við Whoop sem fékk að birta grafíska mynda af hjartslætti hans á lokakafla leiksins. Þar sést að hjartsláttur er mjög hár þegar leikurinn er flautaður af og ljóst að vítaspyrnukeppni muni ráða úrslitum. Ronaldo nær í framhaldinu að róa niður hjartslátt sinn og hann er aldrei lægri en einmitt þegar hann tekur þetta mikilvæga víti sitt í vítakeppninni. Hjartslátturinn tekur síðan kipp þegar markvörður Portúgala, Diogo Costa, ver sitt annað víti sem og við annað mark Portúgala í vítakeppninni sem Bruno Fernandes skoraði. Hjartsláttur Ronaldo rýkur síðan upp þegar Bernando Silva tryggir portúgalska liðinu sigurinn í vítakeppninni og um leið sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það má sjá þessa athyglisverðu grafík hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WHOOP (@whoop) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira
Ronaldo náði ekki að skora sitt fyrsta mark á Evrópumótinu en hann kom engu að síður mikið við sögu. Hann fékk frábært tækifæri í framlengingunni en klikkaði þá á vítaspyrnu. Hann bætti síðan fyrir það með því að skora úr fyrstu vítaspyrnu Portúgala í vítakeppninni. Ronaldo er 39 ára gamall og spilaði allar 120 mínútur leiksins. Hann fékk smá hvíld í leiknum við Georgíu en annars hefur hann verið allan tímann inn á vellinum hjá Portúgölum. Það er því athyglisvert að skoða hvernig hjartsláttur hans var á þessum æsispennandi lokamínútum á mánudagskvöldið. Ronaldo er í samstarfi við Whoop sem fékk að birta grafíska mynda af hjartslætti hans á lokakafla leiksins. Þar sést að hjartsláttur er mjög hár þegar leikurinn er flautaður af og ljóst að vítaspyrnukeppni muni ráða úrslitum. Ronaldo nær í framhaldinu að róa niður hjartslátt sinn og hann er aldrei lægri en einmitt þegar hann tekur þetta mikilvæga víti sitt í vítakeppninni. Hjartslátturinn tekur síðan kipp þegar markvörður Portúgala, Diogo Costa, ver sitt annað víti sem og við annað mark Portúgala í vítakeppninni sem Bruno Fernandes skoraði. Hjartsláttur Ronaldo rýkur síðan upp þegar Bernando Silva tryggir portúgalska liðinu sigurinn í vítakeppninni og um leið sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það má sjá þessa athyglisverðu grafík hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WHOOP (@whoop)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira