Ríkisstjórnin líði fyrir efnahagsástandið Heimir Már Pétursson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. júlí 2024 13:04 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur. Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira