Brutu rúður og gengu berserksgang um klaustrið í Garðabæ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2024 14:23 Umtalsverð eignaspjöll voru framin á klaustrinu. Vísir/Vilhelm Brotist var inn í klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ og gengið berserksgang þar um seint í gærkvöldi. Umtalsverð eignaspjöll voru framin en fjölmargar rúður eru brotnar. Skúli Jónsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Garðabæ, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Jú jú það var gengið þarna um allt húsið það má segja það að það hafi verið gengið berserksgang,“ segir hann og bætir við að þeir sem bera sök á eignaspjöllunum fari enn huldu höfði. Lögreglan rannsakar nú atvikið en Skúli biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna. Fjölmargar rúður voru brotnar í klaustrinu er lögreglu bar að garði.Vísir/Vilhelm Ungmenna keimur af málinu Athygli var vakin á málinu á Facebook-hóp fyrir íbúa í Garðabæ en þar er tekið fram að slökkvitækjum hafi verið hent í gegnum rúður klaustursins sem liggja nú fyrir utan húsið. Einn íbúi í grennd við klaustrið sagðist hafa séð hóp af ungmennum á mótorhjólum og skellinöðrum hjá húsinu undanfarin kvöld og að í gærkvöldi hafi verið tuttugu manna hópur við húsið. Unnið er að viðgerðum í klaustrinu í dag.Vísir/Vilhelm Skúli segir að hópamyndun ungmenna við Klaustrið sé ekki algeng en tekur þó fram „að málið beri keim af ungmennum“. Hann hvetur þá sem kunna að hafa átt hlut að máli eða orðið vitni að eignaspjöllunum að hafa samband við lögreglu. Engu stolið Engu var stolið úr klaustrinu en húsið stendur að mestu autt núna. Garðabær auglýsir núna eftir einstaklingum eða fyrirtækjum sem hafa áhuga að taka þátt í samstarfsverkefni um kaup eða leigu, endurbætur, viðhald og rekstur á húsnæðinu. Klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „[Klaustrið] var áður í eigu Sankti Jósefssystra. Í kaupsamningi Garðabæjar og systranna er kvöð, sem gildir til ársins 2028, um að húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi í þágu aldraðra eða annarrar sambærilegrar starfsemi á sviði mannúðar, heilbrigðismála, barna eða unglinga,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Garðabæjar. Vísir/Vilhelm Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Skúli Jónsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Garðabæ, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Jú jú það var gengið þarna um allt húsið það má segja það að það hafi verið gengið berserksgang,“ segir hann og bætir við að þeir sem bera sök á eignaspjöllunum fari enn huldu höfði. Lögreglan rannsakar nú atvikið en Skúli biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna. Fjölmargar rúður voru brotnar í klaustrinu er lögreglu bar að garði.Vísir/Vilhelm Ungmenna keimur af málinu Athygli var vakin á málinu á Facebook-hóp fyrir íbúa í Garðabæ en þar er tekið fram að slökkvitækjum hafi verið hent í gegnum rúður klaustursins sem liggja nú fyrir utan húsið. Einn íbúi í grennd við klaustrið sagðist hafa séð hóp af ungmennum á mótorhjólum og skellinöðrum hjá húsinu undanfarin kvöld og að í gærkvöldi hafi verið tuttugu manna hópur við húsið. Unnið er að viðgerðum í klaustrinu í dag.Vísir/Vilhelm Skúli segir að hópamyndun ungmenna við Klaustrið sé ekki algeng en tekur þó fram „að málið beri keim af ungmennum“. Hann hvetur þá sem kunna að hafa átt hlut að máli eða orðið vitni að eignaspjöllunum að hafa samband við lögreglu. Engu stolið Engu var stolið úr klaustrinu en húsið stendur að mestu autt núna. Garðabær auglýsir núna eftir einstaklingum eða fyrirtækjum sem hafa áhuga að taka þátt í samstarfsverkefni um kaup eða leigu, endurbætur, viðhald og rekstur á húsnæðinu. Klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „[Klaustrið] var áður í eigu Sankti Jósefssystra. Í kaupsamningi Garðabæjar og systranna er kvöð, sem gildir til ársins 2028, um að húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi í þágu aldraðra eða annarrar sambærilegrar starfsemi á sviði mannúðar, heilbrigðismála, barna eða unglinga,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Garðabæjar. Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28