Eitt sinn fyrstur í nýliðavali NFL, nú rekinn úr sjálfboðastarfi fyrir fjárdrátt Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2024 08:01 JaMarcus Russell var mikil stjarna í mennta- og háskóla. Á aðeins þremur árum í NFL deildinni fékk hann greitt 36,4 milljónir dollara. A. Messerschmidt/Getty Images JaMarcus Russell, fyrrum fyrsta val í nýliðavali NFL deildarinnar, hefur verið rekinn úr sjálfboðastarfi hjá Williamson menntaskólanum í Alabama og kærður fyrir að hirða 74.000 dollara sem skólanum var gefið. Eftir glæsilegan háskólaferil hjá LSU var Russell valinn fyrstur allra af Oakland Raiders í nýliðavali NFL deildarinnar árið 2007. Tími hans í deildinni reyndist stuttur, aðeins þrjú ár en hann glímdi við mikil vandræði við þyngdarstjórnun. Russell var handtekinn fyrir að hafa undir höndum kódein án lyfseðils og samningi hans hjá Raiders var sagt upp á miðju sumri árið 2010. Russell fékk þrjár milljónir dollara frá Raiders í kjölfarið, samtals á ferlinum í deildinni fékk hann 36,4 milljónir dollara í launagreiðslum og bónusum. Hann reyndi ítrekað að koma sér aftur í NFL deildina en tókst aldrei til. Upp á síðkastið hefur hann boðið fram krafta sína til þjálfunar í gamla menntaskóla sínum, Williamson. Chris Knowles, viðskiptajöfur á svæðinu, gaf skólanum 74.000 dollara en ávísunin barst aldrei. Talið er að Russell hafi hirt hana til eigin nota. Honum var sagt upp sjálfboðastörfunum í kjölfarið, þegar hann mætti svo á næsta leik liðsins sem áhorfandi var honum gert að yfirgefa svæðið. Hann hefur nú verið kærður fyrir fjárdrátt. NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira
Eftir glæsilegan háskólaferil hjá LSU var Russell valinn fyrstur allra af Oakland Raiders í nýliðavali NFL deildarinnar árið 2007. Tími hans í deildinni reyndist stuttur, aðeins þrjú ár en hann glímdi við mikil vandræði við þyngdarstjórnun. Russell var handtekinn fyrir að hafa undir höndum kódein án lyfseðils og samningi hans hjá Raiders var sagt upp á miðju sumri árið 2010. Russell fékk þrjár milljónir dollara frá Raiders í kjölfarið, samtals á ferlinum í deildinni fékk hann 36,4 milljónir dollara í launagreiðslum og bónusum. Hann reyndi ítrekað að koma sér aftur í NFL deildina en tókst aldrei til. Upp á síðkastið hefur hann boðið fram krafta sína til þjálfunar í gamla menntaskóla sínum, Williamson. Chris Knowles, viðskiptajöfur á svæðinu, gaf skólanum 74.000 dollara en ávísunin barst aldrei. Talið er að Russell hafi hirt hana til eigin nota. Honum var sagt upp sjálfboðastörfunum í kjölfarið, þegar hann mætti svo á næsta leik liðsins sem áhorfandi var honum gert að yfirgefa svæðið. Hann hefur nú verið kærður fyrir fjárdrátt.
NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira