„Hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júní 2024 20:42 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var ekki sáttur eftir leikinn. Vísir/Diego Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var allt annað en sáttur við dómara leiksins eftir 2-1 tap á móti KA. Í uppbótartíma virtist boltinn fara í höndina á Hans Viktori Guðmundssyni, leikmanni KA, inn í vítateig en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég get ekki séð annað og hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur. Mér var sýnt þetta þegar ég kom upp og ég get ekki séð annað nema að boltinn sé á leiðinni fram hjá honum og fari í hendina á honum,“ sagði Ómar Ingi skömmu eftir leik. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu KA en það var þó markalaust í hálfleik. Staðan var 2-0 þegar hefðbundin leiktími var liðinn en Arnþór Ari Atlason náði að klóra í bakkann í uppbótartíma. „Þeir voru klárlega sterkari aðilinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig aðstoðardómarinn gat dæmt boltann inni hægra megin með Arnar [Frey Ólafsson] á milli hans og boltans. Ef það lítur eins við þá finnst mér þetta ekki sanngjarnt en þeir voru klárlega sterkari aðilinn út á velli,“ sagði Ómar Ingi. Það getur vel verið að hann sé inni Ómar setti einnig spurningarmerki við fyrsta mark KA en Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, náði til knattarins aðeins of seint og virtist boltinn rúlla yfir marklínuna. Ómar var þó ekki alveg viss að markið ætti að standa. „Ég er ekki viss um það. Mér finnst bara ótrúlegt að þú getir dæmt þetta þarna megin þegar boltinn er hinum megin við Arnar. Ég skil ekki hvernig, ég held að Villi [Vilhjálmur Alvar] hafi verið í betri stöðu en aðstoðardómarinn. Það getur vel verið að hann sé inni en hann var ekki langt inni og ótrúlegt að hann getur séð hann í gegnum Arnar“. Lærisveinar Ómars voru frekar andlausir í fyrri hálfleik og áttu gestirnir frá Akureyri auðvelt með að opna vörn HK. „Við byrjuðum leikinn illa, við náðum ekki að bregðast við hvorki inn á vellinum eða fyrir utan völlinn. Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleik en förum inn í 0-0 og reynum að breyta til og gera hlutina öðruvísi,“ sagði Ómar Ingi. Ég bara skil þetta ekki „Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari en sá fyrri og að einhverju leyti gekk það upp. Ekki misskilja mig, að KA hafi ekki verið betri út á velli en þetta víti hlýtur átt að vera víti. Ég get ekki misskilið þetta svona í sjónvarpinu og á vellinum. Ég veit ekki hvað þarf til þess að Vilhjálmur Alvar dæmi rétt hérna í vítateignum okkar. Það er hægt að flétta upp vítum frá því í fyrra á móti Fram og fleiri hlutum. Ég bara skil þetta ekki, hann sér boltann fara í brjóstkassann á honum, þá er myndbandsupptakan bara fiffuð,“ bætti sársvekktur Ómar við að lokum. Besta deild karla HK Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Í uppbótartíma virtist boltinn fara í höndina á Hans Viktori Guðmundssyni, leikmanni KA, inn í vítateig en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég get ekki séð annað og hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur. Mér var sýnt þetta þegar ég kom upp og ég get ekki séð annað nema að boltinn sé á leiðinni fram hjá honum og fari í hendina á honum,“ sagði Ómar Ingi skömmu eftir leik. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu KA en það var þó markalaust í hálfleik. Staðan var 2-0 þegar hefðbundin leiktími var liðinn en Arnþór Ari Atlason náði að klóra í bakkann í uppbótartíma. „Þeir voru klárlega sterkari aðilinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig aðstoðardómarinn gat dæmt boltann inni hægra megin með Arnar [Frey Ólafsson] á milli hans og boltans. Ef það lítur eins við þá finnst mér þetta ekki sanngjarnt en þeir voru klárlega sterkari aðilinn út á velli,“ sagði Ómar Ingi. Það getur vel verið að hann sé inni Ómar setti einnig spurningarmerki við fyrsta mark KA en Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, náði til knattarins aðeins of seint og virtist boltinn rúlla yfir marklínuna. Ómar var þó ekki alveg viss að markið ætti að standa. „Ég er ekki viss um það. Mér finnst bara ótrúlegt að þú getir dæmt þetta þarna megin þegar boltinn er hinum megin við Arnar. Ég skil ekki hvernig, ég held að Villi [Vilhjálmur Alvar] hafi verið í betri stöðu en aðstoðardómarinn. Það getur vel verið að hann sé inni en hann var ekki langt inni og ótrúlegt að hann getur séð hann í gegnum Arnar“. Lærisveinar Ómars voru frekar andlausir í fyrri hálfleik og áttu gestirnir frá Akureyri auðvelt með að opna vörn HK. „Við byrjuðum leikinn illa, við náðum ekki að bregðast við hvorki inn á vellinum eða fyrir utan völlinn. Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleik en förum inn í 0-0 og reynum að breyta til og gera hlutina öðruvísi,“ sagði Ómar Ingi. Ég bara skil þetta ekki „Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari en sá fyrri og að einhverju leyti gekk það upp. Ekki misskilja mig, að KA hafi ekki verið betri út á velli en þetta víti hlýtur átt að vera víti. Ég get ekki misskilið þetta svona í sjónvarpinu og á vellinum. Ég veit ekki hvað þarf til þess að Vilhjálmur Alvar dæmi rétt hérna í vítateignum okkar. Það er hægt að flétta upp vítum frá því í fyrra á móti Fram og fleiri hlutum. Ég bara skil þetta ekki, hann sér boltann fara í brjóstkassann á honum, þá er myndbandsupptakan bara fiffuð,“ bætti sársvekktur Ómar við að lokum.
Besta deild karla HK Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira