Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eiginkonu snúið við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 15:38 Maðurinn var sýknaður fyrir Landsrétti. Vísir/Vilhelm Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi. Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30