„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2024 13:18 Joe Biden Bandaríkjaforseti að loknum kappræðum hans og Donalds Trump í nótt. AP/Gerald Herbert Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40