Muni styrkja bæinn og starfsemi skólans gríðarlega Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 13:20 Frá undirritun í Hafnarfirði í dag. Vísir/Bjarki Í dag var undirritað samkomulag um byggingu nýs Tækniskóla í Hafnarfirði. Með samkomulaginu er fjármagn til byggingar nýs skóla tryggt og hægt að fara í útboð á framkvæmdum og hönnun skólans. Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira