Milljón í málskostnað út af 50 þúsund kalli Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 25. júní 2024 22:17 Starfsmaðurinn var að brjóta stein með kúbeini þegar hann meiddist í bakinu. Getty Félag hefur í héraði verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 55.675 krónur í vangoldin laun, auk vaxta, vegna tveggja veikindadaga. Nokkru hærri er upphæð málskostnaðar sem félaginu var gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi, eða rúmlega milljón krónur. Forsaga málsins er sú að starfsmaðurinn var ráðinnn í fullt starf hjá félaginu í september 2021. Samkvæmt ráðningarsamningi fór um uppsagnarfrest, orlof, veikindarétt og önnur réttindi og skyldur fari samkvæmt kjarasamningi stéttarfélagsins AFL. Ágreiningur málsins laut að því hvort starfsmaðurinn hefði átt rétt á launum vegna veikinda í tvo daga, 6. og 7. desember 2023. Starfsmaðurinn hafði verið frá vinnu vegna veikinda, nánar til tekið bakverkja, 5. til 13. desember, og fengið greidd laun fyrir allt tímabilið að frátöldum þessum tveimur dögum. Í málinu lá fyrir vottorð frá lækni, sem sýndi fram á óvinnufærni starfsmannsins dagana sem um ræðir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Óumdeilt var í málinu að starfsmaðurinn hafi tilkynnt yfirmanni sínum um veikindi þriðjudaginn 5. desember með skilaboðum á Messenger. Hann gerði það sama daginn eftir, og næsta dag eftir það, dagana 6. og 7. desember. Öllum þessum skilaboðum var svarað með staðfestingu á að skilaboðin hefðu borist. Þann 8. desember sendi starfsmaðurinn einnig veikindatilkynningu, þá á annan yfirmann sinn, sem tjáði honum þá að aðeins hefði borist SMS í svokallað veikindanúmer vinnustaðarins fyrsta daginn, en samkvæmt reglum vinnustaðarins eiga starfsmenn að tilkynna fjarveru við yfirmann sinn símleiðis, en einnig senda SMS í umrætt númer. Séu þeir veikir lengur en í tvo daga verði þeir að framvísa læknisvottorði til launadeildar félagsins. Meiddist við að brjóta steina Starfsmaðurinn sagðist þá aðeins hafa sent númer fyrsta daginn, en ekki aðra daga, þar sem hann ætti aðeins tvo veikindadaga í mánuði. Á móti fékk hann þau svör að skýrt væri í reglum vinnustaðarins hvernig tilkynna ætti veikindi, og að hann hefði undirritað þær reglur. Þann sama dag, 8. desember, fékk starfsmaðurinn tíma hjá lækni sem skrifaði upp á áðurnefnt vottorð fyrir hann. Fyrir dómi sagðist starfsmaðurinn hafa meiðst í baki við störf sín, þegar hann var að brjóta steina með kúbeini, og þess vegna orðið óvinnufær áðurgreint tímabil. Hann kannaðist við að hafa skrifað undir veikindareglurnar á sínum tíma, en sagðist hafa skilið þær sem svo að ef hann væri veikur í fleiri en tvo daga þyrfti hann aðeins að útvega læknisvottorð, en ekki tilkynna veikindin símleiðis og með SMS-skilaboðum daglega líkt og reglurnar kváðu á um. Reglurnar ekki íþyngjandi að mati fyrirtækisins Félagið mótmælti því að reglurnar sem um ræðir væru íþyngjandi fyrir starfsmenn sína, og sagði þær þvert á móti ívilnandi; enda væri það réttur vinnuveitenda að krefjast læknisvottorðs strax á fyrsta degi veikinda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði tilkynnt veikindi sín með fullnægjandi hætti, en bent er á í dómnum að þessar sérstöku vinnureglur voru teknar upp árið 2014, en ekki var minnst á þær þegar starfsmaðurinn gerði ráðningarsamning árið 2021. Sögðu læknisvottorðið ekki fylgja reglum Þá vildi fyrirtækið meina að læknir starfsmannsins hefði ekki fylgt settum reglum við gerð vottorðsins vegna þess að læknisskoðun fór ekki fram fyrr en 8. desember. Því hafði vottorðið ekki sönnunargildi í málinu, að mati fyrirtækisins. Í niðurstöðukafla dómsins segir að lýsing starfsmannsins á veikindunum fyrir dómi hafi verið trúverðug, en hann sagðist hafa hringt í heilsugæsluna 7. desember og ekki fengið tíma fyrr en daginn eftir. Þá staðfesti læknirinn vottorð sitt við meðferð málsins. Í vottorðinu var fyrirtækinu vakin athygli á því að ef óskað væri eftir frekari upplýsingum um veikindin skyldi fyrirtækið snúa sér að lækninum. Það gerði fyrirteækið ekki, og leitaði ekki annarra „læknisfræðilegra“ ráða til að fá vottorðinu hnekkt. Því ákvað dómurinn að leggja vottirðið til grundvallar í málinu, sem var því til sönnunar að starfsmaðurinn ætti rétt á greiðslu fullra launa í veikindunum 6. og 7. desember. Líkt og áður segir er fyrirtækinu gert að greiða starfsmanninum tæplega 56 þúsund krónur. Þá þarf það einnig að greiða honum rétt rúma milljón í málskostnað. Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Forsaga málsins er sú að starfsmaðurinn var ráðinnn í fullt starf hjá félaginu í september 2021. Samkvæmt ráðningarsamningi fór um uppsagnarfrest, orlof, veikindarétt og önnur réttindi og skyldur fari samkvæmt kjarasamningi stéttarfélagsins AFL. Ágreiningur málsins laut að því hvort starfsmaðurinn hefði átt rétt á launum vegna veikinda í tvo daga, 6. og 7. desember 2023. Starfsmaðurinn hafði verið frá vinnu vegna veikinda, nánar til tekið bakverkja, 5. til 13. desember, og fengið greidd laun fyrir allt tímabilið að frátöldum þessum tveimur dögum. Í málinu lá fyrir vottorð frá lækni, sem sýndi fram á óvinnufærni starfsmannsins dagana sem um ræðir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Óumdeilt var í málinu að starfsmaðurinn hafi tilkynnt yfirmanni sínum um veikindi þriðjudaginn 5. desember með skilaboðum á Messenger. Hann gerði það sama daginn eftir, og næsta dag eftir það, dagana 6. og 7. desember. Öllum þessum skilaboðum var svarað með staðfestingu á að skilaboðin hefðu borist. Þann 8. desember sendi starfsmaðurinn einnig veikindatilkynningu, þá á annan yfirmann sinn, sem tjáði honum þá að aðeins hefði borist SMS í svokallað veikindanúmer vinnustaðarins fyrsta daginn, en samkvæmt reglum vinnustaðarins eiga starfsmenn að tilkynna fjarveru við yfirmann sinn símleiðis, en einnig senda SMS í umrætt númer. Séu þeir veikir lengur en í tvo daga verði þeir að framvísa læknisvottorði til launadeildar félagsins. Meiddist við að brjóta steina Starfsmaðurinn sagðist þá aðeins hafa sent númer fyrsta daginn, en ekki aðra daga, þar sem hann ætti aðeins tvo veikindadaga í mánuði. Á móti fékk hann þau svör að skýrt væri í reglum vinnustaðarins hvernig tilkynna ætti veikindi, og að hann hefði undirritað þær reglur. Þann sama dag, 8. desember, fékk starfsmaðurinn tíma hjá lækni sem skrifaði upp á áðurnefnt vottorð fyrir hann. Fyrir dómi sagðist starfsmaðurinn hafa meiðst í baki við störf sín, þegar hann var að brjóta steina með kúbeini, og þess vegna orðið óvinnufær áðurgreint tímabil. Hann kannaðist við að hafa skrifað undir veikindareglurnar á sínum tíma, en sagðist hafa skilið þær sem svo að ef hann væri veikur í fleiri en tvo daga þyrfti hann aðeins að útvega læknisvottorð, en ekki tilkynna veikindin símleiðis og með SMS-skilaboðum daglega líkt og reglurnar kváðu á um. Reglurnar ekki íþyngjandi að mati fyrirtækisins Félagið mótmælti því að reglurnar sem um ræðir væru íþyngjandi fyrir starfsmenn sína, og sagði þær þvert á móti ívilnandi; enda væri það réttur vinnuveitenda að krefjast læknisvottorðs strax á fyrsta degi veikinda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði tilkynnt veikindi sín með fullnægjandi hætti, en bent er á í dómnum að þessar sérstöku vinnureglur voru teknar upp árið 2014, en ekki var minnst á þær þegar starfsmaðurinn gerði ráðningarsamning árið 2021. Sögðu læknisvottorðið ekki fylgja reglum Þá vildi fyrirtækið meina að læknir starfsmannsins hefði ekki fylgt settum reglum við gerð vottorðsins vegna þess að læknisskoðun fór ekki fram fyrr en 8. desember. Því hafði vottorðið ekki sönnunargildi í málinu, að mati fyrirtækisins. Í niðurstöðukafla dómsins segir að lýsing starfsmannsins á veikindunum fyrir dómi hafi verið trúverðug, en hann sagðist hafa hringt í heilsugæsluna 7. desember og ekki fengið tíma fyrr en daginn eftir. Þá staðfesti læknirinn vottorð sitt við meðferð málsins. Í vottorðinu var fyrirtækinu vakin athygli á því að ef óskað væri eftir frekari upplýsingum um veikindin skyldi fyrirtækið snúa sér að lækninum. Það gerði fyrirteækið ekki, og leitaði ekki annarra „læknisfræðilegra“ ráða til að fá vottorðinu hnekkt. Því ákvað dómurinn að leggja vottirðið til grundvallar í málinu, sem var því til sönnunar að starfsmaðurinn ætti rétt á greiðslu fullra launa í veikindunum 6. og 7. desember. Líkt og áður segir er fyrirtækinu gert að greiða starfsmanninum tæplega 56 þúsund krónur. Þá þarf það einnig að greiða honum rétt rúma milljón í málskostnað.
Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira