Sumarleg grillveisla að hætti Lindu Ben Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2024 15:50 Linda Ben segir fátt jafnast á við góðan mat undir berum himni á ferðalagi um landið. Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á í útilegunni í sumar. Linda segir fátt jafnast á við matarboð á tjaldsvæði undir berum himni í góðum félagsskap. „Sumarleg matarboð eru klárlega í útilegu fyrir mér. Við ferðumst alltaf svo mikið innanlands á sumrin og elskum að elta sólina með hjólhýsið í afturdragi og koma okkur fyrir með góðum vinum á tjaldsvæðum landsins,“ segir Linda. Að sögn Lindu er mikilvægt að hafa matseldina frekar einfalda þegar kemur að ferðalögum. „Ég elska að grilla lambalærisneiðar í marineringunni og bera fram með grilluðu rósakáli, steiktum hvítlaukssveppum og fylltum kartöflum. Sumarleg grillveisla sem er algjört lostæti.“ View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Takið lambalærissneiðarnar út úr kæli og leyfið að ná stofuhita. Byrjið á því að útbúa kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum hér fyrir neðan. Gerið svo rósakálið og sveppina. Grillið svo lambalærisneiðarnar á meðal háum hita þar til þær eru grillaðar í gegn. Bakaðar kartöflur „Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott!“ Hráefni: Þrjár stórar bökunarkartöflur Sex sneiðar beikon 50 g smjör 100 g cheddar ostur Einn graslaukur (má sleppa) Aðferð: Setjið kartöflurnar í álpappír, bakið þær eða grillið þar til þær eru mjúkar í gegn í eina klukkustund í 200°C heitum ofni eða um eina og hálfa klukkustund á grilli. Steikið eða grillið beikonið þar til það er tilbúið og skerið í bita. Skerið ofan í kartöflurnar og smá hýði af annarri hliðinni og notið skeið til að taka innan úr kartöflunni sem þið setjið í skál. Passið að skemma ekki hýðið, það þarf ennþá að halda lögun þó búið sé að skafa innan úr kartöflunni. Setjið beikonbitana (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta með), smjörið og cheddar ostinn ofan í skálina með kartöflunum og hrærið saman. Setjið blönduna aftur ofan í kartöfluhýðið og skreytið með nokkrum beikonbitum og meiri cheddarosti. Bakið aftur í ofni í fimmtán mínútur eða grillið á bakka þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með graslauk. Grillað rósakál 200 g rósakál U.þ.b. 30 g smjör Smá salt Aðferð: Skerið rósakálið í helminga, setjið smjör á pönnu sem má fara á grill (ef þú vilt grilla) annars bara venjulega pönnu. Steikið rósakálið við vægan hita þar til það er mjúkt í gegn, saltið eftir smekk. Steiktir hvítlausksveppir 250 g sveppir Tveir hvítlauksgeirar 30 g smjör Aðferð: Skerið sveppina í grófar sneiðar og steikið á vægum hita á pönnu þar til þeir eru nánast að verða mjúkir í gegn. Rífið þá hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt með þar til sveppirnir eru tilbúnir. Uppskriftir Grillréttir Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira
Linda segir fátt jafnast á við matarboð á tjaldsvæði undir berum himni í góðum félagsskap. „Sumarleg matarboð eru klárlega í útilegu fyrir mér. Við ferðumst alltaf svo mikið innanlands á sumrin og elskum að elta sólina með hjólhýsið í afturdragi og koma okkur fyrir með góðum vinum á tjaldsvæðum landsins,“ segir Linda. Að sögn Lindu er mikilvægt að hafa matseldina frekar einfalda þegar kemur að ferðalögum. „Ég elska að grilla lambalærisneiðar í marineringunni og bera fram með grilluðu rósakáli, steiktum hvítlaukssveppum og fylltum kartöflum. Sumarleg grillveisla sem er algjört lostæti.“ View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Takið lambalærissneiðarnar út úr kæli og leyfið að ná stofuhita. Byrjið á því að útbúa kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum hér fyrir neðan. Gerið svo rósakálið og sveppina. Grillið svo lambalærisneiðarnar á meðal háum hita þar til þær eru grillaðar í gegn. Bakaðar kartöflur „Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott!“ Hráefni: Þrjár stórar bökunarkartöflur Sex sneiðar beikon 50 g smjör 100 g cheddar ostur Einn graslaukur (má sleppa) Aðferð: Setjið kartöflurnar í álpappír, bakið þær eða grillið þar til þær eru mjúkar í gegn í eina klukkustund í 200°C heitum ofni eða um eina og hálfa klukkustund á grilli. Steikið eða grillið beikonið þar til það er tilbúið og skerið í bita. Skerið ofan í kartöflurnar og smá hýði af annarri hliðinni og notið skeið til að taka innan úr kartöflunni sem þið setjið í skál. Passið að skemma ekki hýðið, það þarf ennþá að halda lögun þó búið sé að skafa innan úr kartöflunni. Setjið beikonbitana (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta með), smjörið og cheddar ostinn ofan í skálina með kartöflunum og hrærið saman. Setjið blönduna aftur ofan í kartöfluhýðið og skreytið með nokkrum beikonbitum og meiri cheddarosti. Bakið aftur í ofni í fimmtán mínútur eða grillið á bakka þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með graslauk. Grillað rósakál 200 g rósakál U.þ.b. 30 g smjör Smá salt Aðferð: Skerið rósakálið í helminga, setjið smjör á pönnu sem má fara á grill (ef þú vilt grilla) annars bara venjulega pönnu. Steikið rósakálið við vægan hita þar til það er mjúkt í gegn, saltið eftir smekk. Steiktir hvítlausksveppir 250 g sveppir Tveir hvítlauksgeirar 30 g smjör Aðferð: Skerið sveppina í grófar sneiðar og steikið á vægum hita á pönnu þar til þeir eru nánast að verða mjúkir í gegn. Rífið þá hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt með þar til sveppirnir eru tilbúnir.
Uppskriftir Grillréttir Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira