Spalletti skammaði sína menn eftir dramatíkina gegn Króatíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2024 08:30 Luciano Spalletti á hliðarlínunni í leiknum gegn Króatíu. getty/Masashi Hara Þrátt fyrir að Ítalir hafi bjargað stigi gegn Króötum og þar með tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins skammaði Luciano Spalletti, þjálfari ítalska liðsins, sína menn eftir leikinn í gær. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum í Leipzig í gær skoraði Mattia Zaccagni jöfnunarmark Ítalíu með frábæru skoti. Ítalir tryggðu sér þar með 2. sætið í B-riðli og sæti í sextán liða úrslitum EM þar sem þeir mæta Svisslendingum. Spalletti var þó langt frá því að vera sáttur við liðið sitt eftir leikinn og fannst það ekki hafa sýnt sínar réttu hliðar. „Við vorum langt frá því að vera skynsamir. Ef við eigum í vandræðum með að spila út frá vörninni með einföldum sendingum verðum við í vandræðum sama hvaða uppstillingu og leikkerfi við notum,“ sagði Spalletti. „Í fyrri hálfleik töpuðum við boltanum á hátt sem við höfum ekki efni á að gera. Það var ekki skynsamt. Ef við spilum ekki vel, ef við framkvæmum bara grunnatriðin og ekkert meira lendum við í vandræðum. Þetta snerist ekki um leikkerfið. Við vorum of hikandi í fyrri hálfleik. Kerfið skipti ekki máli miðað við viðhorfið og gæðin sem við sýndum.“ Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en mistókst svo að komast á HM í Katar. Á ýmsu gekk í undankeppni EM en þeir tryggðu sér samt sæti á mótinu í Þýskalandi og eru enn með þar, þrátt fyrir allt. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira
Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum í Leipzig í gær skoraði Mattia Zaccagni jöfnunarmark Ítalíu með frábæru skoti. Ítalir tryggðu sér þar með 2. sætið í B-riðli og sæti í sextán liða úrslitum EM þar sem þeir mæta Svisslendingum. Spalletti var þó langt frá því að vera sáttur við liðið sitt eftir leikinn og fannst það ekki hafa sýnt sínar réttu hliðar. „Við vorum langt frá því að vera skynsamir. Ef við eigum í vandræðum með að spila út frá vörninni með einföldum sendingum verðum við í vandræðum sama hvaða uppstillingu og leikkerfi við notum,“ sagði Spalletti. „Í fyrri hálfleik töpuðum við boltanum á hátt sem við höfum ekki efni á að gera. Það var ekki skynsamt. Ef við spilum ekki vel, ef við framkvæmum bara grunnatriðin og ekkert meira lendum við í vandræðum. Þetta snerist ekki um leikkerfið. Við vorum of hikandi í fyrri hálfleik. Kerfið skipti ekki máli miðað við viðhorfið og gæðin sem við sýndum.“ Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en mistókst svo að komast á HM í Katar. Á ýmsu gekk í undankeppni EM en þeir tryggðu sér samt sæti á mótinu í Þýskalandi og eru enn með þar, þrátt fyrir allt.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira
Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30