Ætlar að pakka inn yfir milljón birkifræjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 16:20 Halla Hrund fer með þakkarkortin í póstinn. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hyggst senda sjálfboðaliðum sínum yfir þúsund þakkarkort og lætur fylgja með birkifræ í hverju einasta korti. Hún er búin að pakka inn fjögur hundruð kortum en á rúm sexhundruð eftir. „Að reka kosningabaráttu er mikil vinna en eitt af því fallegasta við ferðalagið var að sjá sjálfboðaliða á öllum aldri spretta fram í hundraða tali. Allt í einu verður til hópur fólks sem deilir sýn á framtíð Íslands og vinnur saman að henni,“ segir Halla Hrund í samtali við Vísi. Halla Hrund fór með himinskautum í skoðanakönnunm í aðdraganda forsetakosninga og lenti að lokum í þriðja sæti með rúm sextán prósent atkvæða. Halla segist hafa byrjað þann 17. júní að senda fyrstu þakklætisvotta til sjálfboðaliða sinna. Þakklætisvotturinn sé íslenskt birkifræ í takt við áherslu framboðsins á að láta tækifærin vaxa og dafna um allt land. Líklega séu því eitthvað um eða yfir milljón birkifræ í umslögunum. Það tekur tíma að pakka birkifræjunum niður. Frábært fjölskylduverkefni „Birkifræin eru frá Skógræktinni og við endurpökkuðum þeim í litla poka sem rúmast í umslagi sem berast nú með póstinum eins og heitar lummur. Ætli ég sé ekki búin með rúmlega fjögurhundruð þakkarkort, og á svona sexhundruð eftir. Sumarfríið nýtist því einstaklega vel, svo ég tali nú ekki um rigningardagana!“ segir Halla Hrund. „Þetta er reyndar frábært fjölskylduverkefni, eldri dóttir mín er dugleg að skrifa utan á kortin og við njótum þess að hugsa með þakklæti til alls þessa góða og atorkusama fólks sem lagði okkur lið. Það var ómetanlegt. Við erum ekki með heimilisföng hjá öllum og fólk getur því sent mér sitt til að tryggja sér fræ á meðan birgðir endast. Vonandi verða til litlir birkilundar um allt land, sem minna á að með samvinnu og örlítið af bjartsýni og gleði er hægt að koma ótrúlegum hlutum í verk.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Að reka kosningabaráttu er mikil vinna en eitt af því fallegasta við ferðalagið var að sjá sjálfboðaliða á öllum aldri spretta fram í hundraða tali. Allt í einu verður til hópur fólks sem deilir sýn á framtíð Íslands og vinnur saman að henni,“ segir Halla Hrund í samtali við Vísi. Halla Hrund fór með himinskautum í skoðanakönnunm í aðdraganda forsetakosninga og lenti að lokum í þriðja sæti með rúm sextán prósent atkvæða. Halla segist hafa byrjað þann 17. júní að senda fyrstu þakklætisvotta til sjálfboðaliða sinna. Þakklætisvotturinn sé íslenskt birkifræ í takt við áherslu framboðsins á að láta tækifærin vaxa og dafna um allt land. Líklega séu því eitthvað um eða yfir milljón birkifræ í umslögunum. Það tekur tíma að pakka birkifræjunum niður. Frábært fjölskylduverkefni „Birkifræin eru frá Skógræktinni og við endurpökkuðum þeim í litla poka sem rúmast í umslagi sem berast nú með póstinum eins og heitar lummur. Ætli ég sé ekki búin með rúmlega fjögurhundruð þakkarkort, og á svona sexhundruð eftir. Sumarfríið nýtist því einstaklega vel, svo ég tali nú ekki um rigningardagana!“ segir Halla Hrund. „Þetta er reyndar frábært fjölskylduverkefni, eldri dóttir mín er dugleg að skrifa utan á kortin og við njótum þess að hugsa með þakklæti til alls þessa góða og atorkusama fólks sem lagði okkur lið. Það var ómetanlegt. Við erum ekki með heimilisföng hjá öllum og fólk getur því sent mér sitt til að tryggja sér fræ á meðan birgðir endast. Vonandi verða til litlir birkilundar um allt land, sem minna á að með samvinnu og örlítið af bjartsýni og gleði er hægt að koma ótrúlegum hlutum í verk.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira