Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2024 07:01 Gugga hefur í sex ár selt allskyns Gatsby tengdan varning. Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. „Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“ Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
„Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“
Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira