„Hann var bara góður í þessum leik, öruggur og með allt á hreinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2024 22:05 Heimir Guðjónsson hrósaði sínum mönnum fyrir góða frammistöðu. Vísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var eðlilega hæstánægður með 3-1 sigur sinna mann gegn Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Ég kom inn á þetta fyrir leik að Fylkismenn eru með gott lið og hafa verið að spila betur og betur eftir því sem hefur liðið á tímabilið þannig við erum hæstánægðir með sigurinn,“ sagði Heimir í leikslok. „Við komumst sanngjarnt yfir og mér fannst við ráða þessu í fyrri hálfleik, en þeir komu sterkir í seinni og settu okkur undir mikla pressu. Sindri var frábær í markinu og svo komu Gyrðir og Arnór inn í seinni hálfleik og skiptu sköpum fyrir liðið.“ Heimir hélt svo áfram að hrósa Sindra Kristni Ólafssyni, markverði liðsins, fyrir sína frammistöðu. „Hann bjargaði okkur held ég tvisvar frábærlega. Hann var bara góður í þessum leik, öruggur og með allt á hreinu. Þetta var bara jákvætt fyrir okkur.“ Hann segir einnig að jöfnunarmark Fylkis hafi virkað sem vítamínsprauta fyrir FH-liðið. „Það virkaði allavega þannig. Þeir voru búnir að liggja svolítið á okkur, voru að senda langa bolta og kröftugir að vinna seinni boltana. Við réðum ekki nógu vel við þetta, en við sýndum góðan karakter eftir að þeir jöfnuðu leikinn og skoruðum tvö góð mörk.“ Að lokum hrósaði hann einnig varamönnunum sem komu inn á í kvöld. „Gyrðir og Arnór komu inn á og Baldur Kári í lokin og þeir stóðu sig allir mjög vel. Þetta er liðsheildarsport og það þurfa allir að vera klárir þegar kallið kemur og það gekk upp í dag.“ Besta deild karla FH Fylkir Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Ég kom inn á þetta fyrir leik að Fylkismenn eru með gott lið og hafa verið að spila betur og betur eftir því sem hefur liðið á tímabilið þannig við erum hæstánægðir með sigurinn,“ sagði Heimir í leikslok. „Við komumst sanngjarnt yfir og mér fannst við ráða þessu í fyrri hálfleik, en þeir komu sterkir í seinni og settu okkur undir mikla pressu. Sindri var frábær í markinu og svo komu Gyrðir og Arnór inn í seinni hálfleik og skiptu sköpum fyrir liðið.“ Heimir hélt svo áfram að hrósa Sindra Kristni Ólafssyni, markverði liðsins, fyrir sína frammistöðu. „Hann bjargaði okkur held ég tvisvar frábærlega. Hann var bara góður í þessum leik, öruggur og með allt á hreinu. Þetta var bara jákvætt fyrir okkur.“ Hann segir einnig að jöfnunarmark Fylkis hafi virkað sem vítamínsprauta fyrir FH-liðið. „Það virkaði allavega þannig. Þeir voru búnir að liggja svolítið á okkur, voru að senda langa bolta og kröftugir að vinna seinni boltana. Við réðum ekki nógu vel við þetta, en við sýndum góðan karakter eftir að þeir jöfnuðu leikinn og skoruðum tvö góð mörk.“ Að lokum hrósaði hann einnig varamönnunum sem komu inn á í kvöld. „Gyrðir og Arnór komu inn á og Baldur Kári í lokin og þeir stóðu sig allir mjög vel. Þetta er liðsheildarsport og það þurfa allir að vera klárir þegar kallið kemur og það gekk upp í dag.“
Besta deild karla FH Fylkir Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31