Langur dagur í vændum á þinginu en líklega sá síðasti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2024 10:14 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis. Hann á von á því að hægt sé að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé í kvöld. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis á von á því að þingið geti lokið störfum sínum fyrir sumarhlé í dag. Þó sé viðbúið að umræður vari langt fram á kvöld, og þingmenn séu meðvitaðir um að sú staða geti komið upp að þing þurfi að koma saman eftir helgi. Þingfundur hófst klukkan 10, en fréttastofa ræddi við forseta Alþingis skömmu áður en hann hófst. Hann segir vonir standa til að hægt verði að klára þau mál í dag sem samkomulag náðist um að klára fyrir þingfrestun, en 36 mál eru á dagskrá fundarins. „Dagurinn lítur þannig út að við gerum ráð fyrir því að byrja á einum atkvæðagreiðslupakka, sem verður dálítið langur hugsa ég. Síðan verða sjálfsagt umræður um nokkur dagskrármál sem eiga eftir að fá ákveðna umræðu síðdegis í dag. Síðan, eins og gengur á lokadögum þingsins, atkvæðagreiðslur og umræður til skiptis,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Enn sé unnið í ágætu samstarfi eftir áætlun sem ákveðin hafi verið milli flokkanna í fyrrakvöld. „Mér sýnist að það eigi að geta gengið upp í meginatriðum. Þannig að ég er ennþá bjartsýnn á að við getum lokið þinginu í dag, en auðvitað eru alltaf einhverjir óvissuþættir sem maður verður bara að bregðast við þegar upp kemur,“ segir Birgir. Málin verið skeggrædd Birgir segir ljóst að töluverð umræða sé eftir um ákveðin mál. Hann nefnir þar breytingar á almannatryggingakerfinu varðandi stöðu öryrkja og lögreglulög, auk fleiri mála. „Hins vegar held ég að það sé ekki von á neinum óvæntum eða miklum töfum á framgangi mála. Þetta eru að jafnaði mál sem eru búin að fá mikla umræðu í nefndum þingsins og flest þeirra hafa líka verið rædd töluvert. Þannig að ég held að þetta eigi allt að geta gengið vel fyrir sig. Hins vegar verður maður alltaf að setja ákveðinn fyrirvara þegar um þingstörfin er að ræða.“ Þetta er ágætis stabbi af málum, hvað sérðu fyrir þér að þið verðið lengi að? „Það hefur nú oft verið þannig að á lokadegi þingsins höfum við fundað lengi fram eftir. Við erum alveg viðbúin því að það verði. Þingmenn hafa auðvitað líka gert grein fyrir því að það gæti vel komið upp sú staða að við þyrftum að koma aftur saman hér eftir helgi. En mér hefur sýnst gangurinn vera með þeim hætti að við ættum að geta lokið þessu í kvöld,“ segir þingforsetinn. Þingmannamál sitja á hakanum Örlað hefur á gagnrýni frá stjórnarandstöðunni þennan þingvetur, um að hún hafi borið skarðan hlut frá borði þennan þingveturinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, til að mynda að starf stjórnarandstöðunnar hafi aðallega falist í því að „koma í veg fyrir lélegustu málin frá ríkisstjórninni“ og að í nefndum væru 151 mál frá stjórnarandstöðunni sem meirihlutinn neiti að setja á dagskrá. Ekkert þingmannamál hafi komist að í vetur. Inntur eftir viðbrögðum við því sagðist Birgir ekki ætla að tjá sig um það sérstaklega. „Hvað varðar afgreiðslu einstakra mála þá eru það þingflokksformenn eða formenn flokkanna sem hafa átt í samræðum um það, þannig að ég ætla ekkert að kommentera á það. En það hefur auðvitað verið misjafnt í gegnum árin, hvernig háttað hefur verið afgreiðslu þingmannamála og þess háttar,“ segir Birgir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Firra að hafa ekki kjark til að klára lagareldisfrumvarpið Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina. 21. júní 2024 17:09 Sigmundur Davíð furðu lostinn yfir nýrri mannréttindastofnun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er furðu lostinn vegna mannréttindastofnunar sem samþykkt var í dag á þinginu að koma á koppinn. 21. júní 2024 14:32 „Veit ekki hvað þeim gengur til með þessu“ Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarnefnd lagði í kvöld fram breytingartillögur við frumvarp um öryrkjulífeyriskerfi almannatrygginga. Tillögurnar eru ekki hluti af samkomulagi stjórnarandstöðu og stjórnarflokka sem gert var til að ljúka þingstörfum. Þingmaður Vinstri grænna segir að líta megi á tillögurnar sem rof á samkomulagi en Inga Sæland segir það af og frá og segir að ekki standi til að tefja þingstörf. 21. júní 2024 23:58 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan 10, en fréttastofa ræddi við forseta Alþingis skömmu áður en hann hófst. Hann segir vonir standa til að hægt verði að klára þau mál í dag sem samkomulag náðist um að klára fyrir þingfrestun, en 36 mál eru á dagskrá fundarins. „Dagurinn lítur þannig út að við gerum ráð fyrir því að byrja á einum atkvæðagreiðslupakka, sem verður dálítið langur hugsa ég. Síðan verða sjálfsagt umræður um nokkur dagskrármál sem eiga eftir að fá ákveðna umræðu síðdegis í dag. Síðan, eins og gengur á lokadögum þingsins, atkvæðagreiðslur og umræður til skiptis,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Enn sé unnið í ágætu samstarfi eftir áætlun sem ákveðin hafi verið milli flokkanna í fyrrakvöld. „Mér sýnist að það eigi að geta gengið upp í meginatriðum. Þannig að ég er ennþá bjartsýnn á að við getum lokið þinginu í dag, en auðvitað eru alltaf einhverjir óvissuþættir sem maður verður bara að bregðast við þegar upp kemur,“ segir Birgir. Málin verið skeggrædd Birgir segir ljóst að töluverð umræða sé eftir um ákveðin mál. Hann nefnir þar breytingar á almannatryggingakerfinu varðandi stöðu öryrkja og lögreglulög, auk fleiri mála. „Hins vegar held ég að það sé ekki von á neinum óvæntum eða miklum töfum á framgangi mála. Þetta eru að jafnaði mál sem eru búin að fá mikla umræðu í nefndum þingsins og flest þeirra hafa líka verið rædd töluvert. Þannig að ég held að þetta eigi allt að geta gengið vel fyrir sig. Hins vegar verður maður alltaf að setja ákveðinn fyrirvara þegar um þingstörfin er að ræða.“ Þetta er ágætis stabbi af málum, hvað sérðu fyrir þér að þið verðið lengi að? „Það hefur nú oft verið þannig að á lokadegi þingsins höfum við fundað lengi fram eftir. Við erum alveg viðbúin því að það verði. Þingmenn hafa auðvitað líka gert grein fyrir því að það gæti vel komið upp sú staða að við þyrftum að koma aftur saman hér eftir helgi. En mér hefur sýnst gangurinn vera með þeim hætti að við ættum að geta lokið þessu í kvöld,“ segir þingforsetinn. Þingmannamál sitja á hakanum Örlað hefur á gagnrýni frá stjórnarandstöðunni þennan þingvetur, um að hún hafi borið skarðan hlut frá borði þennan þingveturinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, til að mynda að starf stjórnarandstöðunnar hafi aðallega falist í því að „koma í veg fyrir lélegustu málin frá ríkisstjórninni“ og að í nefndum væru 151 mál frá stjórnarandstöðunni sem meirihlutinn neiti að setja á dagskrá. Ekkert þingmannamál hafi komist að í vetur. Inntur eftir viðbrögðum við því sagðist Birgir ekki ætla að tjá sig um það sérstaklega. „Hvað varðar afgreiðslu einstakra mála þá eru það þingflokksformenn eða formenn flokkanna sem hafa átt í samræðum um það, þannig að ég ætla ekkert að kommentera á það. En það hefur auðvitað verið misjafnt í gegnum árin, hvernig háttað hefur verið afgreiðslu þingmannamála og þess háttar,“ segir Birgir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Firra að hafa ekki kjark til að klára lagareldisfrumvarpið Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina. 21. júní 2024 17:09 Sigmundur Davíð furðu lostinn yfir nýrri mannréttindastofnun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er furðu lostinn vegna mannréttindastofnunar sem samþykkt var í dag á þinginu að koma á koppinn. 21. júní 2024 14:32 „Veit ekki hvað þeim gengur til með þessu“ Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarnefnd lagði í kvöld fram breytingartillögur við frumvarp um öryrkjulífeyriskerfi almannatrygginga. Tillögurnar eru ekki hluti af samkomulagi stjórnarandstöðu og stjórnarflokka sem gert var til að ljúka þingstörfum. Þingmaður Vinstri grænna segir að líta megi á tillögurnar sem rof á samkomulagi en Inga Sæland segir það af og frá og segir að ekki standi til að tefja þingstörf. 21. júní 2024 23:58 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Firra að hafa ekki kjark til að klára lagareldisfrumvarpið Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina. 21. júní 2024 17:09
Sigmundur Davíð furðu lostinn yfir nýrri mannréttindastofnun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er furðu lostinn vegna mannréttindastofnunar sem samþykkt var í dag á þinginu að koma á koppinn. 21. júní 2024 14:32
„Veit ekki hvað þeim gengur til með þessu“ Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarnefnd lagði í kvöld fram breytingartillögur við frumvarp um öryrkjulífeyriskerfi almannatrygginga. Tillögurnar eru ekki hluti af samkomulagi stjórnarandstöðu og stjórnarflokka sem gert var til að ljúka þingstörfum. Þingmaður Vinstri grænna segir að líta megi á tillögurnar sem rof á samkomulagi en Inga Sæland segir það af og frá og segir að ekki standi til að tefja þingstörf. 21. júní 2024 23:58