Hakkaður illa á Facebook og fær engin svör Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 12:18 Gunnlaugur segist gjarnan vilja ræða við einhvern hjá Facebook en þar er komið að lokuðum dyrum. Hann var hakkaður illilega af þrjótum sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þar á brott talsvert fé. getty/aðsend Gunnlaugur B Ólafsson, lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari, fékk heldur betur að reyna hversu mikilvægur þáttur hversdagsins Facebook er. Hann var hakkaður og það illa. „Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“ Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
„Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“
Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira