Jose Luis Garcia er allur Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 10:55 Jose Luis Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hans verður einkum minnst fyrir rekstur Caruso sem hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins í rúma tvo áratugi. vísir/gva Veitingamaðurinn Jose Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hann hafi starfað áratugum saman að veitingarekstri í Reykjavík. Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, ekkja Jose Garcia, tilkynnti um fráfall hans í gærkvöldi. „Minningin um klettinn okkar mun lifa ævilangt í hjörtum okkar,“ sagði Þrúður meðal annars í stuttri tilkynningu. Fráfall hans kom flatt upp á alla, hann hné niður. Jose Garcia var fæddur 1961 og er frá Hondúras. Hann er gjarnan kenndur við staðinn Caruso sem lengi hefur verið rómaður fyrir góðan ítalskan mat. Lengstum var rekstur Caruso staðsettur við Bankastræti en hefur allra síðustu ár verið rekin í Austurstræti. Staðurinn hefur jafnan notið mikilla vinsælda. Árið 2014 lenti Jose Garcia í átökum við eiganda húsnæðisins, feðgana Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson, og fjallaði Vísir ítarlega um þau átök sem leiddu til þess að starfsemi Caruso var flutt. Jose Garcia kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi. Þetta var árið 1985 en hann fór þá til Akureyrar og var þar í nokkur ár. Þegar hann hlaut ríkisborgararétt varð hann, eins og allir sem það gerðu, að taka upp íslenskt nafn og hét hann því Freyr jafnframt en notaði það nafn aldrei. Leiðin lá fljótlega í veitingageirann en Jose er lærður arkítekt. Frá árinu 2000 eignaðist hann Caruso og má segja að staðurinn og vinnan hafi verið hans helsta áhugamál. Og kom þá arkítektamenntun sér vel en hann hannaði jafnframt staði sína sem alla tíð nutu fádæma vinsælda. Caruso er líklega einn best rekni og vinsælasti veitingastaður landsins. Jose lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Elst er Veronica, Alexis var í miðjunni og yngst var Samantha. Veitingastaðir Andlát Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, ekkja Jose Garcia, tilkynnti um fráfall hans í gærkvöldi. „Minningin um klettinn okkar mun lifa ævilangt í hjörtum okkar,“ sagði Þrúður meðal annars í stuttri tilkynningu. Fráfall hans kom flatt upp á alla, hann hné niður. Jose Garcia var fæddur 1961 og er frá Hondúras. Hann er gjarnan kenndur við staðinn Caruso sem lengi hefur verið rómaður fyrir góðan ítalskan mat. Lengstum var rekstur Caruso staðsettur við Bankastræti en hefur allra síðustu ár verið rekin í Austurstræti. Staðurinn hefur jafnan notið mikilla vinsælda. Árið 2014 lenti Jose Garcia í átökum við eiganda húsnæðisins, feðgana Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson, og fjallaði Vísir ítarlega um þau átök sem leiddu til þess að starfsemi Caruso var flutt. Jose Garcia kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi. Þetta var árið 1985 en hann fór þá til Akureyrar og var þar í nokkur ár. Þegar hann hlaut ríkisborgararétt varð hann, eins og allir sem það gerðu, að taka upp íslenskt nafn og hét hann því Freyr jafnframt en notaði það nafn aldrei. Leiðin lá fljótlega í veitingageirann en Jose er lærður arkítekt. Frá árinu 2000 eignaðist hann Caruso og má segja að staðurinn og vinnan hafi verið hans helsta áhugamál. Og kom þá arkítektamenntun sér vel en hann hannaði jafnframt staði sína sem alla tíð nutu fádæma vinsælda. Caruso er líklega einn best rekni og vinsælasti veitingastaður landsins. Jose lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Elst er Veronica, Alexis var í miðjunni og yngst var Samantha.
Veitingastaðir Andlát Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira