Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2024 13:41 Katrín Oddsdóttir lögmaður. Vísir/Arnar Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar „Þarna er stofnun, sem á að sjá um að veita svona rekstrarleyfi, að kalla eftir umsögnum frá öryggisstofnunum á borð við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu. Fær til baka afdráttarlausar og fullkomlega neikvæðar umsagnir: Það má ekki veita leyfi, til dæmis í Óshlíð vegna þess að það stefnir öryggi siglinga í Ísafjarðardjúpi í verulega hættu. Hvað gerir MAST? Jú, veitir leyfið,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeiganda á Sandeyri á Snæfellsströnd í ÍSafjarðardjúpi. Tilkynnt var um það á föstudag að MaST hafi veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi - Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð. Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið segir að áhættumat Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar hafi metið svo að ekki væri ásættanlegt að leyfa fiskeldi við Eyjahlíð og Óshlíði með tilliti til siglingaöryggis. „Þetta er svo gott dæmi um það hvað við erum með hræðilega stjórnsýslu í þessum málaflokki og hvernig það er þjónkað endalaust við þessi moldríku fyrirtæki á kostnað hagsmuna, sem þessar stofnanir eiga að gæta. Þær eiga að gæta almannaöryggis, þær eiga að gæta náttúruverndar og svo framvegis. Þessum hagsmunum er alltaf fórnað til að koma til móts við fyrirtækin.“ Baki ríkinu bótaskyldu Hún veltir fyrir sér hvers vegna MAST gefi út leyfin þrátt fyrir að aldrei verði heimilt að setja mannvirki á þessa staði. „Hvað munu fyrirtækin gera þá? Jú, krefjast einhvers konar bóta eða fá einhver önnur leyfi í staðin. Þetta er galin stjórnsýsla og mjög ámælisverð.“ Hún hafi sent Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra bréf vegna málsins. „En miðað við það sjálfsmorðsmissjón sem Vinstri græn eru í á þessum tímapunkti efast ég stórlega að það komi eitthvað út úr því. Það er löngum búið að vekja athygli þeirra beggja á því hvers konar stjórnsýsla er viðhöfð í þessum málaflokki án þess að nokkuð sé gert,“ segir Katrín. „Ef það kemur snjóflóð á Ísafirði eða einhvers staðar fyrir vestan og varðskipin okkar komast ekki til að bjarga af því að það er búið að fylla sjóinn af einhverjum eldisstöðvum þá er það hreinlega á ábyrgð innviðaráðherra og matvælaráðherra.“ Hún skorar á ráðherrana auk dómsmálaráðherra að setjast niður og grípa í taumana. „Ég skora á matvælaráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra að hætta að rífast um eitthvað bull, setjast niður og stoppa þá endæmis vitleysu sem er í gangi varðandi leyfisveitingar í sjókvíaeldi á Íslandi. Og gera það bara núna, í tilefni 17. júní.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
„Þarna er stofnun, sem á að sjá um að veita svona rekstrarleyfi, að kalla eftir umsögnum frá öryggisstofnunum á borð við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu. Fær til baka afdráttarlausar og fullkomlega neikvæðar umsagnir: Það má ekki veita leyfi, til dæmis í Óshlíð vegna þess að það stefnir öryggi siglinga í Ísafjarðardjúpi í verulega hættu. Hvað gerir MAST? Jú, veitir leyfið,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeiganda á Sandeyri á Snæfellsströnd í ÍSafjarðardjúpi. Tilkynnt var um það á föstudag að MaST hafi veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi - Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð. Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið segir að áhættumat Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar hafi metið svo að ekki væri ásættanlegt að leyfa fiskeldi við Eyjahlíð og Óshlíði með tilliti til siglingaöryggis. „Þetta er svo gott dæmi um það hvað við erum með hræðilega stjórnsýslu í þessum málaflokki og hvernig það er þjónkað endalaust við þessi moldríku fyrirtæki á kostnað hagsmuna, sem þessar stofnanir eiga að gæta. Þær eiga að gæta almannaöryggis, þær eiga að gæta náttúruverndar og svo framvegis. Þessum hagsmunum er alltaf fórnað til að koma til móts við fyrirtækin.“ Baki ríkinu bótaskyldu Hún veltir fyrir sér hvers vegna MAST gefi út leyfin þrátt fyrir að aldrei verði heimilt að setja mannvirki á þessa staði. „Hvað munu fyrirtækin gera þá? Jú, krefjast einhvers konar bóta eða fá einhver önnur leyfi í staðin. Þetta er galin stjórnsýsla og mjög ámælisverð.“ Hún hafi sent Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra bréf vegna málsins. „En miðað við það sjálfsmorðsmissjón sem Vinstri græn eru í á þessum tímapunkti efast ég stórlega að það komi eitthvað út úr því. Það er löngum búið að vekja athygli þeirra beggja á því hvers konar stjórnsýsla er viðhöfð í þessum málaflokki án þess að nokkuð sé gert,“ segir Katrín. „Ef það kemur snjóflóð á Ísafirði eða einhvers staðar fyrir vestan og varðskipin okkar komast ekki til að bjarga af því að það er búið að fylla sjóinn af einhverjum eldisstöðvum þá er það hreinlega á ábyrgð innviðaráðherra og matvælaráðherra.“ Hún skorar á ráðherrana auk dómsmálaráðherra að setjast niður og grípa í taumana. „Ég skora á matvælaráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra að hætta að rífast um eitthvað bull, setjast niður og stoppa þá endæmis vitleysu sem er í gangi varðandi leyfisveitingar í sjókvíaeldi á Íslandi. Og gera það bara núna, í tilefni 17. júní.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24