Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Jón Þór Stefánsson skrifar 15. júní 2024 23:15 Mynd frá vettvangi slyssins tekin í morgun. Noðrurorka Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. Í tilkynningu frá Norðurorku segir að mat fyrirtækisins og heilbrigðiseftirlitsins sé að búið sé að ná stjórn á aðstæðum og tryggja að olíulekinn hafi ekki áhrif á vatnstökusvæðið sjálft. „Ljóst er að þetta mengunarslys er það umfangsmesta sem orðið hefur á vatnsverndarsvæði Norðurorku,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um aðgerðirnar sem Norðurorka fór í vegna slyssins. Neysluvatnsdæling frá vatnstökusvæðinu á Vöglum var stöðvuð af öryggisástæðum. Þá segir að árkvísl sem liggur næst veginum hafi verið stífluð ofan við slysstaðin til að stöðva vatnsrennsli við mengaðan árbakkan. Mengaður jarðvegur hafi verið grafinn upp, en þá hafi olía safnast fyrir í holunni. Þá var gripið til þess ráðs að brenna olíuna til að eyða henni á staðnum og fyrirbyggja að hún færi lengra. Fram kemur að seinna hafi dælubíll komið á staðinn og hann dælt olíunni upp. „Mat Norðurorku og Heilbrigðiseftirlitsins er að búið að sé að ná stjórn á aðstæðum og tryggja að olíulekinn hafi ekki áhrif á vatnstökusvæðið sjálft. Neysluvatnsdæling frá Vöglum er því hafin að nýju. Starfsfólk Norðurorku og verktakar eru enn á staðnum að hreinsa upp mengaðan jarðveg og ferja hann út af vatnsverndarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni sem var gefin út í dag. „Skjót og rétt viðbrögð skipta sköpum við aðstæður sem þessar en unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun vatnsveitu og neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð.“ Norðurorka segir að skjót viðbrögð hafi orðið til þess að ekki fór verr.Norðurorka Tveimur haldið sofandi Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra frá því í morgun var greint frá því að verið væri að hreinsa vettvang, sérstaklega vegna olíu sem komst í Öxnadalsá. Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn voru í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Greint var frá því í dag að tveimur væri haldið sofandi í öndunarvél. Þeir voru þó sagðir með stöðug lífsmörk. Þá voru fimm lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ferðalangarnir eru frá Tékklandi og hefur lögregla verið í sambandi við ræðismann Tékklands á Íslandi vegna slyssins. Samgönguslys Umhverfismál Rútuslys í Öxnadal Hörgársveit Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. 14. júní 2024 17:19 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Norðurorku segir að mat fyrirtækisins og heilbrigðiseftirlitsins sé að búið sé að ná stjórn á aðstæðum og tryggja að olíulekinn hafi ekki áhrif á vatnstökusvæðið sjálft. „Ljóst er að þetta mengunarslys er það umfangsmesta sem orðið hefur á vatnsverndarsvæði Norðurorku,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um aðgerðirnar sem Norðurorka fór í vegna slyssins. Neysluvatnsdæling frá vatnstökusvæðinu á Vöglum var stöðvuð af öryggisástæðum. Þá segir að árkvísl sem liggur næst veginum hafi verið stífluð ofan við slysstaðin til að stöðva vatnsrennsli við mengaðan árbakkan. Mengaður jarðvegur hafi verið grafinn upp, en þá hafi olía safnast fyrir í holunni. Þá var gripið til þess ráðs að brenna olíuna til að eyða henni á staðnum og fyrirbyggja að hún færi lengra. Fram kemur að seinna hafi dælubíll komið á staðinn og hann dælt olíunni upp. „Mat Norðurorku og Heilbrigðiseftirlitsins er að búið að sé að ná stjórn á aðstæðum og tryggja að olíulekinn hafi ekki áhrif á vatnstökusvæðið sjálft. Neysluvatnsdæling frá Vöglum er því hafin að nýju. Starfsfólk Norðurorku og verktakar eru enn á staðnum að hreinsa upp mengaðan jarðveg og ferja hann út af vatnsverndarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni sem var gefin út í dag. „Skjót og rétt viðbrögð skipta sköpum við aðstæður sem þessar en unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun vatnsveitu og neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð.“ Norðurorka segir að skjót viðbrögð hafi orðið til þess að ekki fór verr.Norðurorka Tveimur haldið sofandi Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra frá því í morgun var greint frá því að verið væri að hreinsa vettvang, sérstaklega vegna olíu sem komst í Öxnadalsá. Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn voru í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Greint var frá því í dag að tveimur væri haldið sofandi í öndunarvél. Þeir voru þó sagðir með stöðug lífsmörk. Þá voru fimm lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ferðalangarnir eru frá Tékklandi og hefur lögregla verið í sambandi við ræðismann Tékklands á Íslandi vegna slyssins.
Samgönguslys Umhverfismál Rútuslys í Öxnadal Hörgársveit Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. 14. júní 2024 17:19 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. 14. júní 2024 17:19